Skírnir - 01.09.1997, Blaðsíða 131
SKÍRNIR
BAKRAUF OG BAKRAUF
405
þörf á þessari grein hér til þess að leiðrétta of þröngan skilning.
Þessir sömu tveir menn eru og tilgreindir hjá E. H. Lind í viður-
nefnatali hans (Uppsala 1921): Erlendur, sem áðan var nefndur,
og Gilli bakrauf, sem kemur fyrir í þætti Sveinka Steinarssonar í
Magnúss sögu berfætts í konungasagnasamsteypunni Morkin-
skinnu (útg. Finns Jónssonar, Kaupm.h. 1928-1932, bls. 306
o.áfr.). Lind efast ekki um að Erlendur í Islendingasögu sé sann-
söguleg persóna, gerir okkur hins vegar þann greiða um Gilla
þennan að segja: „Han ár tydligen uppdiktad". Viðurnefnið skýr-
ir hann: „Med hál baktill". Það hvarflar sem sé ekki sýnilega að
Fritzner né Lind að orð þetta eigi sér tilvist aðra en sem viður-
nefni.
Þannig hagar til um þann „greinilega uppdiktaða" Gilla að
hann kemur aðeins fyrir í einkennilega snjallri ræðu Sveinka
þessa Steinarssonar á þingi austan Víkurinnar í Noregi. Hann er
þar að andæfa boðskap Sigurðar ullstrengs, sem flytur erindi
Magnúsar konungs berfætts við héraðsmenn, og einkum við
Sveinka sjálfan, en Sveinki er foringi Elfargríma og í fyrirsvari
fyrir andstöðu héraðsmanna við erindi konungsins. Meginefni
þáttarins er, hvernig það heppnaðist fyrir frábæra meðalgöngu
nokkurra lendra manna konungs, en vina beggja, að koma erindi
konungs fram án vopnaviðskipta, með miklum tilslökunum af
beggja hálfu, og vék Sveinki úr landi til Danmerkur, þaðan sem
hann var áður kominn. Síðar urðu sættir með þeim konungi, og
fékk Magnús hann til að snúa aftur til þess að friða fyrir ráns-
mönnum í þeim héruðum sem hann hafði áður verið höfðingi.
En á þessu þingi verða harla einkennileg viðskipti milli Sig-
urðar ullstrengs og Sveinka í málflutningslist. Eftir fyrstu ræðu
Sigurðar alllanga, með skilaboðum konungs að hann „býðsk til
forystu ok at vera brjóst fyr öllum Noregs mönnum stórum ok
smám“ en vill í staðinn hafa þjónustu þeirra „ok somiliga fylgð“,
þá „stendr maðr upp í flokki þeira Elfargrímanna mikill vexti ok
þrekligr. Sá var í loðkápu ok hafði refði um öxl, danskan hött
mikinn hafði hann á höfði. Sá maðr tekr til orða ok mælti. Era
hlumms vant, qvað refr, dró hörpu at ísi. Hann sezk þá niðr ok
mælti eigi fleiri orð“. Stundu síðar setur Sigurður á aðra tölu
konungserinda, um landskyldir og leiðangursgerðir og gagnsemd