Skírnir - 01.09.1997, Blaðsíða 111
SKÍRNIR KLÆÐSKIPTINGAR í ÍSLENDINGASÖGUNUM
385
Það kemur vart á óvart að við skulum finna frásagnir af kom
um sem klæðast karlmannsfötum í Laxdœla sögu (útg. Einar Ól.
Sveinsson 1934). Auk stuttrar lýsingar á fjórum ónafngreindum
konum sem klæðast karlmannsfötum að skipun Helga Harð-
beinssonar til þess að láta flokk hans sýnast fjölmennari í augum
óvinanna,4 geymir Laxdxla ítarlega frásögn af konu sem klæðist
karlmannsfötum og fer út fyrir hefðbundið kynhlutverk sitt, eins
og það er skilgreint af samfélaginu. Raunar er viðnám kvenna við
þeim félagslegu skorðum sem þeim eru settar og tilraunir þeirra
til að seilast inn á þau svið sem karlmenn hafa yfirleitt lagt undir
sig, eitt helsta viðfangsefni sögunnar og af öllum Islendingasög-
um koma persónueinkenni kvenna skýrast fram í henni og af
mestri fjölbreytni. Reyndar hefur því verið haldið fram að Lax-
dæla saga sé skrifuð af konu, að minnsta kosti sé það ætlun höf-
undar að höfða til kvenkyns áheyrenda (Helga Kress 1980; Jesch
1991: 193).
Konan sem hér er um rætt heitir Auður og er uppnefnd
Bróka-Auður, því að eins og Guðrún Ósvífursdóttir bendir á er
hún alltaf „í brókum, ok setgeiri í, en vafit spjprrum mjpk í skúa
niðr“ (35. kafli, bls. 95).5 Sökum brókanna segir bóndi hennar,
Þórður Ingunnarson, skilið við hana, en augljóst er að karl-
mannsklæðnaður hennar er einungis átylla hans til skilnaðar, því
að þau Þórður og Guðrún hafa fellt hugi saman. Þegar Guðrún
vekur athygli hans á brókum Auðar þykist hann reyndar ekki
hafa tekið eftir þeim, og þegar Guðrún gengur á hann og spyr,
4 ,,„Nú skulu konur þær, sem hér eru at selinu, snarask í karlÍQt ok taka hesta
þá, er hér eru at selinu, ok ríða sem hvatast til vetrhúsa; kann vera, at þeir, sem
nær oss sitja, þekki eigi, hvárt þar ríða karlar eða konur [...]“ Konurnar ríða í
brott, fjórar saman“ (63. kafli, bls. 190). Sbr. athugasemd Þorleiks Bollasonar:
„Koma munu vér áðr til selsins ok vita, hvat þar sé manna; því at þat ætla ek
síðr, at hér sé Helgi ok hans fylgðarmenn; sýnisk mér svá, sem þetta sé konur
einar“ (64. kafli, bls. 191).
5 Hallgerður Höskuldsdóttir er einnig uppnefnd eftir brókum: í Njáls sögu (útg.
Einar Ól. Sveinsson 1954) er hún kölluð langbrók (9. kafli, bls. 29) og í
Landnámabók (útg. Jakob Benediktsson 1968) snúinbrók (bls. 143). Þess er
ekki getið að vandræði hafi hlotist af brókum hennar og því má gera ráð fyrir
að þær hafi verið kvenbrækur. Sama máli gegnir um brækur ambáttarinnar
Skinnbrókar í Bárðar sögu (útg. Þórhallur Vilmundarson og Bjarni Vilhjálms-
son 1991; 3. kafli, bls. 108 og 4. kafli, bls. 113).