Skírnir - 01.09.1997, Blaðsíða 35
SKÍRNIR
AUÐNULEYSISHLJÓMKVIÐAN
309
ar þrengingar þeirra, en íslendingar vilja ekki heyra á það minnst.
Það er þáttur í þjóðarstoltinu að hafa hegðað sér svo heimskulega
á fyrri tíð, en lifa samt af og geta lært af því. Hægt er að breyta
um stefnu, ef menn sjá að sér nógu snemma; þessi er einn skýrasti
lærdómurinn sem nema má jafnt af AA-samtökunum og mann-
kynssögunni. Að auki felst viss ánægja í því að éta ofan í sig eigin
mistök. Mikinn hluta af kímnigáfu sinni eiga Islendingar að
þakka þessum ómeltanlegu klumpum sögunnar.
Ekkert, sem er það sjdlft, er mögulega hægt að flokka sem lán-
laust, samkvæmt víðasta skilningi. En allt verður að gangast við
sjálfu sér og vera það sjálft á hinn ítrasta hátt. Þetta er hesti eða
kú tiltölulega lítið mál, erfiðara mannlegum einstaklingi og, að
því er sagan sýnir, næstum ógerlegt í tilviki samfélags eða þjóðar.
Þegar það gerist á stundum, eins og ég fullyrði að eigi við í tilviki
íslendinganna, á sér stað sjaldgæft undur, samfélag sem hefur
kokgleypt eigin mistök svo fullkomlega, að það hefur enga þörf
fyrir að sýnast annað en það er. A íslandi er enginn her, því her
getur aldrei varið það sem raunveruleg þörf er á að verja. I þung-
lyndustu framtíðardraumum mínum finnst mér sem Bandaríkin
væru einnig betur varin án hers.
Bardalirnir voru afsprengi lánleysishefðarinnar, og hún bjó þá
vel undir árin þeirra hundrað í Ameríku. Eftir að vinir mínir
höfðu hitt Pauline í fyrsta skipti, minntust þeir gjarnan á það
hversu höfðinglega hún bar sig. Hún var ekkert að bugta sig og
beygja; hún kom fram við bankastjóra og gjaldþrota bændur af
sömu hreinskiptnu góðvildinni. Og hvers vegna ekki, ef gengið er
út frá sjálfstæðisyfirlýsingunni, stjórnarskránni og orðfærinu í
sögu Bandaríkjanna? Sál hennar var ekki læst inni á bankareikn-
ingi eða fjötruð fallegum fötum, og hvaða þrengingar sem lífið
færði henni í skaut, þá var hún alltaf Pauline og það dugði. Eng-
inn getur rænt þig sál þinni, á meðan þú sefur, ef hún fyllir nógu
vel út í líkamann. Sé þjóðarsálin nógu stór, líður hún ekki af of-
sóknarórum um yfirvofandi rán á vörum og verksmiðjum, og
kemur vel og mildilega fram við nágranna sína.
En drykkjusjúklingurinn reynir að vernda veika sjálfið með
því að hella það fullt af viský. Verðbréfabraskari á þriðja áratugn-
um fyllti það af Dusenberg, loðskinnum, Waterford-ljósakrónum