Skírnir - 01.09.1997, Blaðsíða 215
SKÍRNIR SAGNFRÆÐIRANNSÓKNIR OG ALMANNAHEILL
489
landi með aðild Sögufélags, Bókmenntafélagsins og Landsbóka-
safns-Háskólabókasafns. Þetta tíðkast í öðrum menningarlönd-
um og má sem dæmi nefna ritröðina Que sais-je? sem franska
háskólaforlagið hefur gefið út um árabil, þar sem allar bækur eru
128 blaðsíður (en ljótar reyndar og óspennandi að sjá). Sama gild-
ir um ódýrar, aðgengilegar, vandaðar og snotrar útgáfur á
merkistextum fyrri alda með nútímastafsetningu. Textana ætti að
gefa út með þeim hætti að þeir virtust ekki gripnir úr lausu lofti,
heldur sjá til þess að í stuttum en greinargóðum inngöngum væri
lesendum gert ljóst hvers eðlis varðveislan er, svo fólk hætti nú að
halda eins og blaðamaður Morgunblabsins nýverið að Grettis
saga væri komin í Arnastofnun af því að eitt handrita hennar
barst í afhendingarsendingu frá Kaupmannahöfn.3 Orðug orð og
óljós atriði yrðu skýrð jafnharðan fyrir neðan textann, ekki ólíkt
því sem gert er í ritröðinni Islenzk fornrit, þótt hún sé að ýmsu
öðru leyti vart til fyrirmyndar - og má þar einkum nefna hina til-
búnu og tilgerðarlegu stafsetningu. Ótal bréf í Islenzku forn-
bréfasafni og yngri skjöl, prentuð sem óprentuð, eiga erindi út
fyrir þröngan hóp fræðimanna og gætu orðið besta skemmtun, til
dæmis í sumarbústöðum, ekkert síður en ævisögur skemmtikrafta
og reyfarar. Kvæði frá 16. og 17. öld eru mörg hin áheyrilegustu
og afar mögnuð, en hvergi til í aðgengilegum útgáfum - sum
reyndar ekki í nokkurri útgáfu. Það sama á við um sendibréf frá
síðustu tveimur eða þremur öldum, sem flest eru óútgefin, en
mörg hver hin merkustu og liggja á söfnum engum til yndis.
Ekkert er því heldur til fyrirstöðu, svo dæmi sé tekið, að Njála
verði gefin út með ódýrum hætti í þremur eða fjórum eða enn
fleiri gerðum eins og hún liggur fyrir í eiginlegum handritum, en
ekki sem endurprentun á samsuðu gerólíkra handrita sem fyrir-
liggjandi „fræðilegar" útgáfur hafa leyft sér að framreiða.4
3 Morgunblaðið 7. maí 1997, bls. 21.
4 Sumt af þessu hefur Pétur Gunnarsson rætt í frábærri ádrepu „Um samheng-
isleysið í íslenskum bókmenntum." Tímarit Máls og menningar 56, 1 (1995),
bls. 8-19. Um síðasta atriðið bendi ég á grátlega gömul orð Guðna Jónssonar í
inngangi að Njáls sögu. Islendinga sögur 10. Reykjavík 1942, bls. v-vi: „Svo
mikil rækt sem lögð hefir verið við Njáls sögu af ýmsum fræðimönnum og
svo mikils sem hún hefir verið metin, eins og maklegt er, gegnir það furðu að