Skírnir - 01.09.1997, Blaðsíða 238
512
KJARTAN ÁRNASON
SKÍRNIR
Sambland af þessu, sem við horfum á
og því, sem horfir á okkur,
er löngun okkar til að fljúga burt
frá heimi augans til fjarlægs heims,
sem við greinum ekki.
Þannig hefst ljóðið „Sýn“. Síðan segir frá því að við bregðumst þeirri
skyldu að skrifa teikn á himininn „eins og við hirðum ekki um / lágværa
rödd í okkur sjálfum“ (1973, 33):
Heilaga tíð,
ó, tími,
sem fer hratt
áleiðis til þess, sem við verðum að nefna
okkur sjálf
til þess að breytast ekki í það, sem horfir á okkur.
Gufa stígur upp og byrgir sýn um stund, en þegar „við vöknum / sjáum
við aftur / það, sem við horfðum á / með augum þess, / sem horfir á
okkur.“ Allt er eitt og hið sama; þegar gufan hamlar ekki lengur sýn, sér
hinn skoðaði sjálfan sig með augum þess sem skoðar, það voru innri
augu hans sjálfs - hér gerist áleitið hið alsjáandi auga guðs. Með þessum
augum, sem eru sama auga, sjáum við í öðru ljóði bókarinnar, „ferðbúið
skip, / sem bíður eftir merki / um að sigla inn í birtu Guðs“ (1973, 31);
við sjáum Örninn bíða þess að lenda á tunglinu, sjáum okkur sjálf bíða
þess að baðast ljósi guðs á stað X í Tilverunni.
I Akvörðunarstað myrkrið eru tíminn, hverfulleikinn og dauðinn
áleitnara efni en nokkru sinni fyrr. „Er dauðinn eina leiðin burt?“ spyr
skáldið með orðum Octatvio Paz, í samnefndu ljóði, „allt sem við snert-
um er dauðans“, segir þar (1985, 38).
Það er enginn vegur sem liggur burt.
En þegar við staðnæmumst,
komumst ekki lengra
slæst vilji okkar í för með dauðanum
og þeir tveir örmagnast ekki,
halda ferðinni áfram.
Óumflýjanleiki dauðans er óvéfengdur, en hann er ekki endanlegur:
ferðin heldur áfram. „Dauðinn" og „vilji okkar“ eru hér persónugerðir,
eru gerendur í ljóðinu. Hvorugur er semsé dauður eða „ekki til“, heldur
eru þeir saman á ferð útúr landslagi ljóðsins og inní eitthvert annað
landslag. „Vilji okkar“ erum við, en hver er „dauðinn“? Ekki þessi
venjulegi, miskunnarlausi sem hrífur okkur burt og skilur okkur eftir í