Skírnir - 01.09.1997, Blaðsíða 53
SKÍRNIR
DÝRLINGUR OKKAR ALLRA
327
legt með Heine, segist m.a. vera orðinn útlagi eins og hann. Og
ekki leynir hann aðdáun sinni á þýskum skáldum:
Jeg elska þá Goethe og Uhland,
og ætíð jeg Schillers skal minnast;
en vegna þín, viðkvæmi Heine,
vildi ég þýzkunni kynnast.
Ætla má að Jóhann Magnús hafi lært þýsku en ekkert af kvæðum
Heines hefur hann þýtt. Hann nefnir sum verk og kvæðaflokka
hans og vitnar í orðalag úr þýðingu Matthíasar Jochumssonar á
kvæðinu „Donna Klara“.
Ari áður en Ljóbmæli Jóhanns komu út skrifaði Stephan G.
Stephansson honum bréf sem gefur til kynna að Jóhann hafi
skýrt honum frá áhuga sínum á Heine. Stephan G. skrifar:
Já lestu „Hænir“, félagi, en varaðu þig á, að tröllið taki þig ekki. Það eru
4 eða 5 grá hár í skegginu á mér og eg nota þau sem aldursleyfi til að að-
vara þig. „Hænir“ komst inn á Jónas, rjálaði mikið við Gröndal, knésetti
Kristján og er langt kominn að gleypa Hafstein. „Hænir“ er viðsjáll [...].
Hans mikla verk var, að hann þorði að kveða „allt of gróft“, þorði að yf-
irstíga kredduna - „konventsjónalismusinn" - í skáldskap síns tíma. Sú
grýla er meir en dauð. Realistarnir krössuðu hana sundur, og „Hænir“ er
nú bara „dúsbróðir", en ekki kennari.16
Af þessu má sjá að Stephan er kunnugur verkum Heines, hann
segist að vísu einungis þekkja þau í þýðingum og hafa lært þau
utanbókar. Mörgum árum seinna, þ.e. 1911, segir Stephan í bréfi
að séra Pétur Hjálmsson hafi sent sér „að gjöf „Ljóða-bók“ -
Buch der Lieder, Heine’s, þýska skáldsins. Hafði áður boðið að
ljá mér hana.“17 Af þessu má ekki einungis álykta að Stephan G.
ætli sér að læra þýsku eða geti lesið hana, heldur einnig að fleiri
en skáldin hafa haft áhuga á Heine, því að Stephan hefur áður
rætt við prestinn um bókina.
16 Stephan G. Stephansson: Bréf og ritgerðir I. Reykjavík 1938-1939, bls. 62.
17 Stephan G. Stephansson: Bréf og ritgerðir III, bls. 7.