Skírnir - 01.09.1997, Blaðsíða 37
SKÍRNIR
AUÐNULEYSISHLJ ÓMKVIÐ AN
311
Gefum því næst gaum að „óheilindum hjartans", eins og
tunga Whitmans kallar það sem við, á öld sálfræðinnar, nefnum
hið veika eða innantóma sjálf. Hvernig fyllum við sjálfið og
styrkjum það? Það fyrsta, sem sjálfið þarf að búa yfir, er getan til
þess að draga upp jákvæða mynd af því sem er utan þess: öðru
fólki sem lifir kannski allt öðruvísi en maður sjálfur; í öðru lagi
þarf það að geta elskað eitthvað í hinum ytri heimi náttúru, listar
eða manna. Hin raunverulegu tákn um fullnægju hjartans er ein-
ungis að finna í hinum náttúrulega heimi, en ekki greypt í krítar-
kort: steinar, gróður, dýr, loft, vatn, veður og annað fólk.
I hinum hefðbundna skilningi hafði Whitman kynnst hrapal-
legu lánleysi, á þeim tíma er hann ritaði sína miklu ádeilu: hann
upplifði ömurleikann sem sjálfboðaliði á sjúkrahúsi fyrir deyj-
andi hermenn í Borgarastríðinu; hann var rekinn úr starfi hjá rík-
inu fyrir að semja hneykslanleg ljóð; hann þjáðist af heilsubresti
sem gerði að lokum út af við hann; Leaves of Grass naut engrar
sannrar hylli; hann bjó við spilltustu ríkisstjórn landsins fyrir tíð
Nixons. En þrátt fyrir allt þetta lemur hann og hamrar trumbuna
til heiðurs lánlausum hershöfðingjunum, af sínum yfirnáttúrulega
skilningi á lánleysinu. Allt lánast, ef það er það sjálft: sigur og
ósigur, líf og dauði, eru ekki aðskilin svið, heldur órofin samfella,
og auðna og auðnuleysi einungis tvær ólíkar hliðar hins sama.
Hljómlist lýsir þessu vel, þar sem hún er einnig vefur, sam-
fella, ferli. Hversu þungur er líkami hljómlistarinnar? A hún stóra
jörð? Getur hún fjárfest af skynsemi? Sneiðir hljómlistin græn-
meti niður með hnífi eða í rafmagnsblandara? Kann hljómlistin
best við sig í sól og sætum borgum, eða getur hún hugsað sér að
búa í Minneota? Er hljómlistin orðin leið á „Largo" úr Xerxes?
Láta falskir tónar aldraðra kvenna illa í eyrum hljómlistarinnar?
Hvaða sálma ættum við að syngja við útför hljómlistarinnar?
Hvort vill hljómlistin frekar kartöflurnar franskar eða soðnar?
Hver er hin verga þjóðarframleiðsla hljómlistarinnar? Dýrkar
hljómlistin Jesú, eða öfugt?
Hvenær að eilífu er hljómlistinni lokið? Bashö yrkir: