Skírnir - 01.09.1997, Blaðsíða 29
SKÍRNIR
AUÐNULEYSISHLJÓMKVIÐAN
303
eru gegnsýrðar spillingu, mútum, misferli, óstjórn; og dómskerfið er
smitað. Stórborgirnar lykta af heiðvirðum, jafnt sem óheiðvirðum, rán-
skap og óþokkabrögðum. Oskammfeilni, moðvolgar ástir, hugsjóna-
leysi, lágkúruleg markmið eða þá alls engin markmið, allt til þess eins að
drepa tímann. I viðskiptum (þetta algleypandi nútímaorð, viðskipti) er
eingöngu sóst eftir fjárhagslegum ágóða, og með öllum ráðum. I ævin-
týrinu gleypti slanga töframannsins allar hinar slöngurnar; og slanga
töframannsins í dag er fjárgróðinn sem drottnar núorðið einsamall yfir
öllu. Fyrirmyndarfólk dagsins er ekkert annað en tískuklæddur skríll
braskara og rudda. Satt er það, að á bak við þennan stórkostlega skrípa-
leik, sem fram fer á hinu sýnilega leiksviði samfélagsins, er að finna
vandaða hluti og stórfengleg verk sem bíða þess ófullgerð á baksviðinu
að koma fram og birtast á sínum tíma. En sannleikurinn er skelfilegur,
engu að síður. Eg held því fram að lýðræði Nýja heimsins, hversu vel
sem því hefur tekist til við að draga alþýðuna upp úr bjargarleysinu,
auka efnisleg lífsgæði, framleiðslu, og að skapa sérstaka tegund af mjög
svikulu og yfirborðskenndu gáfnafari almennings, hafi misheppnast al-
gerlega hingað til í félagslegu tilliti og hinum æðstu trúarlegu, siðferði-
legu, bókmenntalegu og fagurfræðilegu efnum. Til einskis skálmum við,
stórstígustu skrefum sögunnar, á vit svo tröllslegs heimsveldis, að
fornöldin bliknar, að ber af ríki Alexanders, að ber af glæsileik Róma-
veldis. Til einskis höfum við innlimað Texas, Kaliforníu og Alaska, og
seilst eftir Kanada í norðri og Kúbu í suðri. Það er eins og að við höfum
einhvern veginn verið íklædd feikilegum og sífellt betur útbúnum lík-
ama, en sál okkar hafi skroppið saman og sé næstum horfin.
Gæti eins verið skrifað árið 1985. Þetta er auðnuleysið sem fellur
manni í skaut, sé gengið út frá falskri hugmynd um hamingjuna
og haldið áfram þaðan. Þetta auðnuleysi, sem menningin kallar
„árangur“, er hinn sanni andlegi dauði, ekki „dauðinn í hlutun-
um“, heldur víti eins og Milton ímyndaði sér það: dauðinn í
hjarta lífsins, því að veröldin sjálf, alheimurinn, er steindauð út í
gegn, og líkið blasir við í öllum athöfnum okkar og orðum.
10. Tvær tegundir aubtiuleysingja til viðbótar:
fátæklingar og fyllibyttur
Tvær gryfjur, sem við kennum börnum að forðast, eru fátækt og
drykkjuskapur. Við áminnum þau með jákvæðum hætti: leggðu
hart að þér og vertu reglusamur. Þó er það vegsamað af kristin-