Skírnir - 01.09.1997, Blaðsíða 22
296
BILL HOLM
SKÍRNIR
verk, glingur - ekkert nema viðurinn, gullinn í aftanskininu frá
fölgulum gluggunum. Vindurinn virtist eiga upptök sín inni í
kirkjunni og blés yfir fínt rykið sem lá yfir öllu. „Enginn hefur
hreinsað til, síðan í fyrra. Það var synd,“ muldraði Pauline og
hófst síðan handa. Hún byrjaði á því að koma löngum líkama
sínum fyrir á orgelbekknum og troða skönkunum á milli tveggja
knjáhlífa úr tré sem voru neðan við hljómborðið. I þessu hafti
steig hún á fetilinn, og á meðan hún prófaði raddhnappana með
annarri hendinni, lét hún hina líða um nóturnar og lék hljómana
úr „Largo“ Hándels. „Mýsnar eru ekki búnar að éta belgina," til-
kynnti hún ánægð og byrjaði á gömlum sálmi með báðum hönd-
um. Við lékum hvort fyrir annað um stund, og Pauline dáðist að
því hversu vel ég spilaði. Ég held að hún hafi vitað, að ást mín á
hljómlistinni var að nokkru leyti henni að þakka, og hún var stolt
af sjálfri sér og af mér, en um slíkt og þvílíkt töluðu Islendingar
ekki opinskátt, hver við annan. Hafa mátti orð á leikninni, en
hjartað hélt sig til hlés og vildi ekki tjá sig.
Þegar við vorum búin, sópaði hún gamla eitrinu upp í dagblað,
opnaði gulu kassana sína, með hauskúpunum og krossleggjunum,
og reiddi fram nýjan málsverð handa hverju því nagdýri sem gæti
vogað sér að snæða af Guðs eigin orgelbelgjum. Enda þótt kirkjan
yrði líklega aldrei opnuð eða leikið opinberlega á orgelið að nýju,
þurfti engu að síður að sjá um þessa hluti, sjálfra þeirra vegna.
Hver gat sagt til um það? Kannski þótti hinum dauðu, sem hvíldu í
fárra metra fjarlægð, gott að hlusta á dapurlegt lag öðru hverju og
líkaði ekki að rottur trufluðu hljómlistina?
Pauline læsti kirkjunni vandlega og leit síðan um öxl með eins
konar þunglyndislegum söknuði. Hún hélt áfram að grafreitnum,
með það sem eftir var í innkaupapokanum, og þar var komið að
næsta erindi. Hún hreinsaði leiðin og setti eitt eða tvö blóm á þau
öll. Nöfnin voru í röð:
Pall
7/25 - 8/2 ’89
Rose
1890 - 1956
Fridgeir
1843 - 1899
Gudlaug
1851 - 1943
Gunnar
1887 - 1961