Skírnir - 01.09.1997, Blaðsíða 50
324
EYSTEINN ÞORVALDSSON
SKÍRNIR
Þegar vorið kemur með sólarsýn,
þá sindra og springa út blómin öll;
Þegar máninn geislar um himinhöll,
sjálf hvelfing stjarnanna bakvið skín;
Þegar skáldið fær yndisfríð augu séð,
þá ólga ljóð hans úr hjartastað.
En vorblóm og augu og sólarsýn,
og söngljóð og stjörnur og mánaskin,
- þótt vinsælt sé góss þetta víst,
veröldin heil er það síst.
Þegar kannað er hvaða kvæði Islendingar hafa ekki hirt um að
þýða, kemur í Ijós að lítið hefur verið þýtt af hinum mælskari, út-
leitnu kvæðum, s.s. í kvæðaflokknum „Nordsee" eða sagnakvæð-
unum í Romanzero, ekkert af hinum löngu frásagnarkvæðum og
ekkert af sonnettunum. Ennfremur mjög lítið af kvæðum félags-
legs efnis eða af þjóðfélagsádeilukvæðum, t.d. ekkert úr „Schöp-
fungslieder“ og einungis eitt kvæði úr „Zeitgedichte“ í Neue
Gedichte og það þýddi Jónas Hallgrímsson. Gera hefði mátt ráð
fyrir að hinir realísku þýðendur litu til þessara kvæða. Orn Arn-
arson þýðir léttvæg kvæði og meinlaus en notar Heinestíl í nöpur
ádeilukvæði sín. Eitt merkasta pólitíska kvæðið sem Heine orti,
„Die schlesischen Weber“, var ekki þýtt fyrr en á áttunda áratug
þessarar aldar af Þorsteini Valdimarssyni sem kallar það „Vefjar-
slag“. Einungis fimm kvæði hafa verið þýdd úr „Nordsee“, en
ætla mætti að efni þess kvæðaflokks frá sjávarsíðunni, blandað
ástartjáningum, höfðaði til Islendinga. Form Nordsee-kvæðanna
var íslenskum skáldskap hinsvegar framandlegt, þau eru órímuð
og sum eru ekki háttbundin. En skáldskapur Heines rís óvíða
hærra en í sumum þessara kvæða, sem eru heillandi og skáldleg,
rík að tilfinningu og myndmáli. Eitt hinna óháttbundnu kvæða
heitir „Erklárung" („Yfirlýsing“), prýðilega þýtt af Hannesi Haf-
stein sem setti ljóðstafi í íslenska textann og það virðist valda því
að stúlkan Agnes, sem fær ástaryfirlýsinguna, heitir Rannveig í
þýðingu Hannesar. Augljóst virðist að íslenskir þýðendur sneiða
hjá kvæðum í óháttbundnu og rímlausu formi.