Skírnir - 01.09.1997, Blaðsíða 214
488
MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
sögu landsins, en segja ekkert um innihaldið. Það les enginn neitt
að gagni á sýningum, og tölvumynd af handriti eða skjali líkist
fremur málverki en texta. Til að átta sig á efninu þarf fólk að geta
lesið orðin, en það ráða fáir við og þurfa flestir að hafa nokkuð
fyrir því. Fegurð er vissulega atriði og ekkert að því að almenn-
ingi sé gefinn kostur á að hengja handritalýsingar á stofuvegginn
eða eiga heimilisfangabækur með tippamyndum úr Heynesbók
og Flateyjarbók, að ekki sé nú talað um smekklegt hefti eða daga-
tal með myndum af merkilegustu skjölum Islandssögunnar til
okkar daga. Kynning og sala á hlutgerðum heimildum íslenskrar
sögu er góðra gjalda verð og engan veginn ónauðsynleg, en sé
lögð megináhersla á útlitið er líkt og ekki þurfi að beina athygl-
inni að öðru og meiru, sjálfum efniviðnum sem heimildirnar
geyma.
Þekking og skilningur almennings á fortíðinni er það sem máli
skiptir. Þá þarf orð og útskýringar, fyrst og fremst bækur, margar
og góðar, en jafnframt texta á tölvutæku formi, með myndum eða
án mynda. Þessu verða fræðimenn að sinna, sagnfræðingar,
bókmenntafræðingar, handritafræðingar, listfræðingar, fornleifa-
fræðingar, málfræðingar og svo framvegis. Skylda þeirra við sam-
tímann er tvíþætt. Annars vegar ber þeim að komast að einhverju
sem skiptir máli fyrir land og þjóð. Hins vegar hljóta þeir að
koma niðurstöðum sínum á framfæri á aðgengilegan og skiljan-
legan hátt. Rannsóknir á sögu Islands eru tilgangslausar ef
afraksturinn liggur öllum hulinn, utan garðs eða neðan jarðar.
Iðulega má skrifa rennilegan, hressan og hrífandi texta um fortíð-
ina fyrir almennan markað. Þá er líka rétt að reyna það og hafa
ýmsir gert á nýliðnum árum með góðum árangri, svo sem Þórunn
Valdimarsdóttir og Guðjón Friðriksson í bókum um sögu
Reykjavíkur.2
Svona nokkuð ætti að gera með markvissum hætti í sérstökum
bókaflokkum ætluðum almenningi á vegum fræðistofnana heim-
spekideildar Háskólans og Stofnunar Árna Magnússonar á Is-
2 Þórunn Valdimarsdóttir, Sveitin við sundin. Búskapur í Reykjavík. Reykjavík
1986; Guðjón Friðriksson, Saga Reykjavíkur. Bærinn vaknar 1870-1940. Tvö
bindi, Reykjavík 1991-1994.