Skírnir - 01.09.1997, Blaðsíða 133
SKÍRNIR
BAKRAUF OG BAKRAUF
407
ljóst, að Sveinki er að tala um viðmælanda sinn sjálfan og þykjast
um leið vera ekki að því, en yfirhylmingin er svona þunn til þess
að enginn villist um þetta hins sanna, og til þess að Sigurði kon-
ungsmanni ullstreng sé sem mest áreiting („stríð") í.
Þegar Sigurður ullstrengur er einnig bendlaður í félagsskap
við mann með svo illu nafni sem Gilli bakrauf ber, í því sama
orði, þá fer varla hjá því að skilja verði hann sem frásagnarklofn-
ingu út úr persónu sama virðulega sendimanns konungsins. Hver
veit nema höfundur ræðunnar hafi vel vitað að orðið gilli (gelískt
tökuorð) merkti þjónustumaður, og þegar sú merking verður
merking eiginnafnsins á manni með viðurnefnið bakrauf, verður
áheyrandi varla í ríkum vafa um að með þeim ferðafélögum og
þjófum sendum af konungi mundi vera það svívirðilega kynlífs-
samband sem gerir mannlegu félagi nauðsynlegt að gera slíka
arga/raga karlmenn útlæga eða drepa þá. Það er því enginn vafi á
að viðurnefnið er harla illt, eins og textinn segir, né á hinu, að það
er eins með persónu þessa og Lind sagði, að hann er „tydligen
uppdiktad", og það ekki aðeins einfaldlega, heldur tvöfaldlega.
Sveinki diktar upp þennan mann staddur inni í söguþætti sínum
sem er diktaður af höfundi sem hefur verið mikill meistari.
Að þessu athuguðu ber nú að gefa því gaum, að viðurnefnið
bakrauf á piltinum Erlendi frá Hjaltlandi, skilið eins og hið illa
viðurnefni Gilla í Sveinka þætti í merkingunni rassgat (eins og
Sturlunguútgefendur og orðabókahöfundar ýmsir hafa skilið
það), hefur nú ekki (lengur) hliðarstuðning af því að tengjast
einnig Gilla, sé heiðarlega um það hugsað eins og vísindi krefjast,
einmitt vegna þess að Gilli bakrauf er þessi skáldklofningur út úr
mannsímynd. Það að sannsögulegi Hjalturinn hafi borið svo illt
viðurnefni verður m. ö. o. ekki sennilegra af tilvist sama illnefnis í
Noregi einum 120 árum fyrr, úr því að svo stendur á henni sem
nú var sagt. Talsvert öðru máli gegnir um nefningar í lífinu en
nefningar í dæmisögum skálduðum og þvíumlíku ímyndunarefni.
Hrokkinskinnusamsteypunnar. (Um afstöðu textanna sjá viðeigandi stað í
rannsókn Jonnu Louis-Jensen, Kongesagastudier. Kompilationen Hulda-
Hrokkinskinna. Kaupm.h. 1977). Mynd viðurnefnisins, ullband (ullbelgr), er
greinilega meðvitað útafbrigði við ullstrengr.