Skírnir - 01.09.1997, Blaðsíða 255
SKÍRNIR
FRÁSÖGNIN f VERKUM ERRÓS
529
Erró og list hans er hluti af hinni nýju myndlist sem óx fram í
Evrópu upp úr 1960. Erró hafði þegar árið 1958 byrjað að gera
samklippur í anda dadaista, þar sem næsta óskyldum myndbrot-
um er stefnt saman í margræðri frásögn. Hann rótar í ævintýra-
legu myndasafni hversdagsleikans, í endalausum skrám yfir
„neysluhæfar" myndir - hvort sem þær eru til hversdagslegrar
neyslu (bílamyndir eða heimilistæki), eða til göfugra nota (eftir-
prentanir af málverkum eftir Léger eða Pollock) - og setur saman
málverk líkt og samklippur, eða öllu heldur líkt og grjóthríð
(stórskotahríð) „hluta-tákna". „Hluta-tákna“, því það eru ekki
hlutirnir sjálfir sem hann málar eða endurmálar (bílar, málverk
eftir t. d. Léger), heldur öllu fremur umræðan um þá (valdalöng-
un, menningargrillur), helgisagnir um þá (dæmisagan um heim-
inn) og löngunin í þá, hin fáránlega saga allsnægtaþjóðfélagsins.3
Arið 1962 þegar Erró fór fyrsta sinni til New York komst
hann í kynni við ameríska popplistamenn og framsæknar hug-
myndir þeirra. Ljóst er að þar fann hann nýjar leiðir til að nýta
samklippurnar með því að stækka þær og yfirfæra á léreftið.
Allt frá þessum tíma hefur Erró málað myndir annarra og lagt
sig fram við að vitna um samtímann, söguna, menninguna, stjórn-
málin og listina í frásögn sem tekið hefur á sig margvísleg form á
myndfletinum.
Ofugt við amerísku popplistina og reyndar einnig við evr-
ópska samtímalistamenn sína, hefur Erró alla tíð lagt sérstaka
rækt við frásögnina eða öllu heldur frásagnaraðferðina. Á meðan
amerísku poppararnir létu sér nægja að stilla upp einu mynd-
skeiði eða endurtaka það á myndfletinum, setur Erró á svið fjölda
myndbrota eða hluta-tákna, sem miðla áhorfendum margvíslegu
myndefni. Myndir hans eru ávallt ríkar af merkingu.
Þegar litið er yfir listsköpun Errós í áranna rás og rýnt í sam-
setningu myndmálsins má greina eftirfarandi frásagnaraðferðir í
verkum listamannsins:
Fjölrýmifrásögn: I myndum sem falla undir þennan flokk af-
marka mörg rými og byggja upp myndrýmið. Fjöldi mynda er
3 Jean Clair, Art en France, une nouvelle génération. Editions du Chene, Paris,
1972, bls. 68-71.