Skírnir - 01.09.1997, Blaðsíða 262
536
GUNNAR B. KVARAN
SKÍRNIR
Myndin af Pollock sjálfum sýnir hann hugsi og einbeittan og
rauða skuggamyndin virkar líkt og táknmynd undirmeðvitundar-
innar, sjálfið sem listamaðurinn vildi ná til, láta tjá sig beint á
léreftið. Súrrealisminn, sem var einskonar forleikur að abstrakt
expressionismanum, byggðist fræðilega einkum og sér í lagi á
kenningum Freuds um undirmeðvitundina, og hugmyndum um
hvernig listamaðurinn gæti beintengt málverkið við hana. Súrreal-
istinn André Masson, sem er talinn vera upphafsmaður abstrakt
expressionismans með þeim myndum sem hann gerir í lok 3. ára-
tugarins, sprautar eða skvettir lími á fjöl og hellir sandi yfir sem
hann síðan hristir af. Eftir situr myndin. Annar súrrealisti Max
Ernst kemur fram með dripping um 1940 eins og sjá má í verkinu
La planet Affollé.
I fyrstu kemur myndin af riddaraliðinu nokkuð á skjön inn í
málverkið, líkt og svo oft áður í verkum Errós þegar hann lætur
eitt eða fleiri tákn eða myndir storka heildarmerkingu verks. En
við nánari skoðun má túlka riddaraliðið sem hugarástand lista-
mannsins, tryllt, kaotísk og mótsagnakennd átök, stundarbroti
áður en hann ræðst til atlögu við málverkið.
I heildina fjallar Bakgrunnur Pollocks, líkt og nafnið gefur til
kynna, um baksvið listamannsins, (söguna, áhrifavaldana), og hug-
myndir manna og orðræðuna umhverfis Pollock (sem segja má að
sé undirstrikað m. a. með því að sýna Pollock í svart-hvítu).
Þótt þessi mynd beri öll einkenni myndmáls og aðferðafræði
Errós (myndir annarra, málað í 3. persónu, margflókið rými og
frásagnaraðferð), þá má greina óvenjulega nálægð Errós sjáfs, því
í málverkinu kemur fram ákveðin skoðun á tilurð ameríska
abstrakt expressionismans og þá sérstaklega á bakgrunni Poll-
ocks.
Listamaðurinn Erró málar í þriðju persónu og með mismun-
andi frásagnaraðferðum endurbyggir hann raunveruleikann í
sífellu. Þar er allt gert til að sprengja upp hið hefðbundna einsýna
sjónarhorn og ná þess í stað tökum á eða ná utan um umheiminn.
Burt séð frá þeim myndefnum sem við getum rakið og greint í
verkum listamannsins, þá virðist grunnhugmyndin hjá Erró vera
sú að miðla heildarsýn þar sem listamaðurinn, ávallt ósýnilegur í
tvöföldum skilningi, útsetur/útlistar heiminn.