Skírnir - 01.09.1997, Blaðsíða 51
SKÍRNIR
DÝRLINGUR OKKAR ALLRA
325
Athygli bókmenntamanna hefur líka beinst að því sérstaklega
hvaða kvæði frumkvöðullinn Jónas Hallgrímsson velur til þýð-
ingar. Það eru ekki þau kvæði þar sem Heine er „sjálfum sér ólík-
ari“ en flestir aðrir og ætla má að hafi vakið hvað mesta athygli
Jónasar eftir kynningunni í Fjölni að dæma. Hann kýs hinsvegar
að þýða kvæðin þar sem Heine er stöðugur í sér og fylgir viðtek-
inni hefð um heilsteypt, fagurt kvæði þar sem hugblærinn er sam-
ur allt til loka. Einungis eitt háðkvæði þýðir hann: „Hispursmey
stóð við ströndu“ („Das Fráulein stand am Meere“) en þar slævist
háðið mjög í þýðingunni. Hið meinlega spott Heines er ekki að
skapi Jónasar; hann kann betur við góðlátlegt gaman.
Athyglisvert er hversu margir hinir íslensku þýðendur eru,
sem snúið hafa kvæðum Heines á íslensku, og einnig hversu mik-
ið hefur verið þýtt. Langflestar íslensku þýðingarnar eru úr Bucb
der Lieder, þ.e. úr æskukvæðum Heines sem hann orti fyrir þrí-
tugt. Þetta er líka kunnasta og vinsælasta bók Heines í Þýskalandi
og hefur mörgum þótt hún skyggja um of á seinni og að sumu
leyti þroskaðri verk hans. I þessari bók eru m.a. þau þrjú kvæði
sem eru hvað þekktust á íslensku: „Loreley" (8 þýðingar), „Du
bist wie eine Blume“ (8 þýðingar) og „Die Grenadiere“ (6 þýð-
ingar), auk skopstælinga. 164 þýðingar hafa verið gerðar úr Buch
der Lieder. Ur ljóðasafninu Neue Gedichte eru 44 þýðingar, úr
Romazero 11 og 7 úr því sem út kom eftir það. Islensku þýðing-
arnar mynda því ekki heillegt og glöggt yfirlit af kveðskap
Heines. Hannes Hafstein er afkastamesti Heine-þýðandinn.
Hann þýddi 43 kvæði, Jónas Hallgrímsson 12, Magnús Ásgeirs-
son 11, Helgi Hálfdanarson 11, Þórður Kristleifsson 10, Frey-
steinn Gunnarsson 9, Steingrímur Thorsteinsson, Ágúst H.
Bjarnason, Lárus H. Bjarnason og Guðni Jónsson 8 kvæði hver
en aðrir færri. Langmest er þýtt af stuttum kvæðum. Lengsta
þýdda kvæðið er „Bergidylle“ eða „Ljallasæla“, þriggja ljóða
bálkur, samtals 51 erindi, sem Agúst H. Bjarnason þýddi.13 Eng-
inn hefur færst í fang að þýða flokk eða „Zyklus" í heilu lagi.14
13 Helgi Hálfdanarson hefur þýtt fyrsta kvæði bálksins.
14 Allir þýðendur eru tilgreindir aftanmáls og einnig þýðingarnar sem birst hafa.