Skírnir - 01.09.1997, Blaðsíða 36
310
BILL HOLM
SKÍRNIR
og villum í Newport. Þegar leikföngin hurfu, eins og dögg fyrir
sólu, steig berskjaldað sjálfið upp í gluggann, færði sér í nyt að
það bjó í þungum líkama, og stökk út. Sumir drykkjusjúklingar
aka fram af hömrum, ef maður tekur viskýið frá þeim. Innantóm
þjóð ver því sjálfa sig með öllum ráðum gegn hugmyndinni um
auðnuleysi sitt, svo að engum hluta af veiku sjálfi hennar geti
fundist það þurfa að eyða sér, hvenær sem það freistast til að
upplifa hina „sönnu iðrun“. Fyrir einni öld gat slíkt reynst af-
drifaríkt, en þó ekki endanlegt. Þjóð, jafnvel stórþjóð, sem
sprengd hafði verið í meiri eða minni tætlur, átti enn sín dádýr,
bísamrottur, refi, arfa og gras. Eftir 1945 er sjálfsuppbygging orð-
ið það sem öllu skiptir hér á jörðu. Nú höfum við náð því stigi í
sögu mannsins, að við þurfum lífsnauðsynlega á einhverri lækn-
ingu að halda, við þurfum að þiggja vænan skammt af heilnæmu
auðnuleysi.
12. Walt Whitman ítrekaður: hið sanna og algilda auðnuleysi
Eg sný mér nú aftur að Whitman sem hafði tvær hugmyndir um
auðnuleysið, annars vegar yfirskilvitlega, og hins vegar pólitíska.
„Náttúruleikinn“, eins og Emerson skilgreinir hann í verki sínu,
Nature, gaf ekki til kynna að allt væri í himnalagi á hinu „andlega
sviði“ Bandaríkjanna eftir Borgarastríðið. Eg held því fram að
ástandið sé engu betra í dag, og kannski verra, þar sem okkur hef-
ur borið lengra í tíma, vitneskju og efnislegum framförum. Whit-
man orti auðnuleysinu sinn fyrsta lofsöng árið 1855, í fyrstu
útgáfu Leaves of Grass\ og réðst gegn „óheilindum hjartans“ 16
árum síðar, 1871. Þessi ár voru þau trylltustu og ofsafengnustu í
sögu Bandaríkjanna á fyrri tímum, en ég held að okkar séu enn
verri.
Fyrst skulum við gaumgæfa okkar eigin, hefðbundnu hug-
mynd um lánleysið og muninn á henni og viðhorfum Whitmans.
Velgengnin er fólgin í því að öðlast vald, peninga, stöðu, líkamlega
fullnægju og viðeigandi opinber tákn um allt þetta. Að vera mót-
uð af menningu sem vill að við sækjumst eftir þessum hlutum, en
takast ekki að öðlast þá - það er auðnuleysið, að okkar mati.