Skírnir - 01.09.1997, Blaðsíða 127
DAVÍÐ ERLINGSSON
Bakrauf og bakrauf
Tilgáta til alþýðlegrar kenningar- og minjafrœði
ÉG bið lesanda að sjá í huga sínum mynd: Á grónu landi við barð
eða allstóra þúfu stendur maður og snýr baki að þér. I barðið eða
hallið fyrir framan hann er bora eða skora, og svo liðast líklega
ofurlítill reykur úr grasinu þarna, því að maðurinn er að elda eitt-
hvað eða hita við eld í skorunni, og því stendur hann álútur eða
hokinn við verk sitt. Og nú ætlast ég til að þú sjáir það sem ég sé:
að það er viss líking með því tvennu sem myndin er af, mannin-
um hoknum aftanverðum og mishæðinni með sinni aðstöðu til að
fara gætilega með eld, í skarði, skoru eða boru.
Á álútum manni ber meira á bakhlutanum á honum en
endranær. Hér eru bakhlutinn og hæðin eða þúfan borin hvort
upp að öðru í sjónarsviðinu: Maður og náttúra með greinilegu
samkenni sem getur orkað því að kveikja til hugsunar, athugunar:
Samkennið, sem er skarðið á hvoru um sig, verður brú meðal-
ferðar eða millifærslu í skynjun manns, þannig að skarðið á öðru
fer að jafngilda skarðinu á hinu. Leikur sá eða skrun, sem er hug-
mynda-hlaup hvors yfir í hitt, er þá kominn í gang.
Hann verður með þeim hætti, og samkvæmt þeirri höfuðreglu
í þekkingarsköpun, að eitt verður miðað við annað með saman-
burði. Hlutirnir eru fyrst „bornir saman“, með færslu, til þess að
mega skynjast í einu, en síðan „bornir saman“ til þess að greina
mismun og samkenni. Af því kviknar, eða líklega öllu heldur,
þetta er, sú „kenning" sem tilfærslan gerir kleifa, nefnilega það að
nema og flokka og skilja eitt með viðmiðun og samanburði við
annað. Lærslan er leikur, hreyfing. Lærslurýmið er leikvöllur
skilningsleiksins sem er það að kenna, bera kennsl á, þekkja. Þetta
er sú kenning, sem stundum verður í tunguinálinu einnig að því
sem við köllum orðaleik, eins og hér er um að tala.
Skírnir, 171. ár (haust 1997)