Skírnir - 01.09.1997, Blaðsíða 32
306
BILL HOLM
SKÍRNIR
Flutningur íslendinga til Ameríku við lok nítjándu aldar staf-
aði einkum af sárustu fátækt, eins og átti einnig við um margar
aðrar þjóðir. I gegnum aldirnar hafði Islendingum tekist að lifa af
hungurtíma, en um 1875 opnaðist þeim flóttaleið sem var hreint
einsdæmi. Tilboð um ókeypis jarðnæði var ekki hægt að láta sem
vind um eyrun þjóta.
Þegar ég var 36 ára fór ég til Islands og bjó þar í eitt, tvö ár, og
skoðaði bæina sem forfeður Islendinganna í Minneota höfðu
yfirgefið, þeirra á meðal bæ afa míns og Bardalanna. Árið 1875
hljóta húsin að hafa verið saggafull, torfklædd hreysi með angan
úr náttkoppum og af soðnum fiski, loftin svo lág að íslendingarn-
ir, sem flestir voru hávaxnir, hljóta að hafa fengið kryppur af að
beygja sig undir eigin þök. 1875 voru engir vegir, aðeins reiðgöt-
ur; engar þróaðar vélar, aðeins orf og ljáir og hrífur; næstum eng-
in ljós, hiti, sorphirða eða skólplagnir. Fyrir utan handfylli af rús-
ínum eða sveskjum á jólum, og rófur og kartöflur á degi hverjum,
var kosturinn soðinn og hertur þorskur, soðið og saltað kinda-
kjöt, úldinn hákarl, og búðingur úr súrri mjólk. Þeir höfðu aldrei
séð appelsínu, epli eða maís, svo ekki sé minnst á avókadó. Gróð-
urmoldin var lítil, örstuttur sprettutíminn dugði vart neinum
matjurtum til vaxtar, endalausir vetur og grá og köld súldarsum-
ur, frost í júní, snjóar í ágúst, og ískaldar hafþokur þar á milli.
Þeir ræktuðu harðgert, gamalt fjárkyn frá víkingatímum, héldu
eina eða tvær kýr vegna mjólkurinnar og öfluðu heyja, sem voru
reyndar einungis gras landsins, til fóðurs fyrir skepnurnar. Þeir
fóru um á litlum, sterkbyggðum hestum sem sigruðust á lungna-
þembu, mýrarkeldum, klungrum og köldum, urgandi jökulám
sem aðskildu einn afskekktan bæinn frá öðrum. Hvað allt hagnýti
varðaði, bjuggu íslenskir bændur við kjör tólftu aldar, langt fram
á hina tuttugustu. Við getum vart ímyndað okkur einangrun
þeirra og erfiðleika. Þeir bjuggu á jaðri eyjar á jaðri Evrópu, við
fátækt sem jafnast á við ömurlegustu útkjálka þriðja heimsins í
Afríku eða Asíu.
Islendingar þekktu einnig lánleysið af eigin raun, bæði á svið-
um jarðfræði og stjórnmála. Víkingar námu landið á níundu öld
og stofnuðu fyrsta ósvikna þing í heimi, þeir voru einu íbúar Evr-
ópu sem höfðu ekki konung, en töpuðu því hnossi í innbyrðis