Skírnir - 01.09.1997, Blaðsíða 16
290
BILL HOLM
SKlRNIR
enginn fá um þau að vita, og þátttakendurnir eru örugglega dánir.
Líklega dó hún hrein mey, sem eru önnur verstu örlög Banda-
ríkjamanns, næst á eftir því að deyja blankur.
En nú skulum við lofa víðfræga menn, eins og Ritningin býð-
ur. Ætlun mín er ekki einungis sú að lofa Pauline, heldur og allt
hennar auðnulausa fólk og þar með Auðnuleysishljómkviðuna í
henni Ameríku.
4. Saga aubnulauss innflytjanda
Auðnuleysið gat af sér samfélagið í Minneota í kringum 1880.
Með því á ég við að enginn settist nokkurn tíma að þar eftir að
hafa notið velgengni annars staðar. Minneota er innflytjendabær,
numinn evrópskum lánleysingjum, fyrst þeim sem flúðu sultinn á
Irlandi og síðan Noregi, Islandi, Svíþjóð, Hollandi og Belgíu.
Þegar haft er í huga hversu óblítt loftslag og landshættir eru í
Vestur-Minnesota, er augljóst að fólk kom ekki þangað til að
slæpast eða setjast í helgan stein. Innflytjendurnir komu til að
yrkja jörðina, og ef þeim hefði tekist það farsællega í gamla heim-
inum, hefðu þeir ekki rifið fjölskyldur sínar upp með rótum, sagt
skilið við tungu sína og menningu og boðið moskítóflugum og
ofsaveðrum birginn, sér til eintómrar skemmtunar. Minneota er
auðvitað smækkuð mynd af landnámi alls landsins. Við erum
þjóð auðnuleysingja sem tekist hefur bærilega upp og verið
heppnir. Það er ef til vill gamall ótti við að endurtaka líf forfeðra
okkar sem gerir okkur treg til að gangast við mistökum í einkalíf-
inu eða þjóðlífinu.
Friðgeir, faðir Pauline, kom til Minneota árið 1880 með þriðja
innflytjendastraumnum, Islendingum. Hann hafði líklega lesið
einn af pésunum, sem bandaríska stjórnin hafði látið dreifa um öll
Norðurlöndin, með lýsingum á frjósömu og ókeypis jarðnæði á
Sléttunum miklu sem stóð til boða bændum af hvíta kynstofnin-
um hrausta og dugandi. Bandaríkjunum stóð aldrei á sama um
uppruna lánleysingjanna sinna. I pésanum var sjálfsagt fjörleg
lýsing á ríkulegri uppskeru, frjórri gróðurmold, góðri framræslu
og beitingu, ódýrum járnbrautarsamgöngum og heilsusamlegu og
hressandi veðurfari. Friðgeir Jóakimsson, sem tók sér nafnið Bar-