Skírnir - 01.09.1997, Blaðsíða 134
408
DAVÍÐ ERLINGSSON
SKÍRNIR
Því er heimilt að gera sér í hugarlund að viðurnefni sem blátt
áfram og undanbragðalaust merkti rassgat, og bar lastmerkingu
þessa eina og óþvegna, muni varla hafa verið til, þótt efalaust hafi
slík orð mátt vera höfð sem skammaryrði við og við. En það er
annað mál en viðurnefningar; og einnig annað mál en viðurnefn-
ingar út af bakstykki manns í heild þess (sbr. síðar). Af þessari
hugsun leiðir, sé hún rétt, fremur líkur til þess, að lastyrðingar
slíkrar merkingar undanbragðalausrar muni ekki hafa orðið að
viðurnefnum. Það lætur einmitt að líkum um svo heilagt, bannað
og ugglegt efnissvið, að orðum þess mundi síður verða beitt á
þennan hátt. En einmitt mætti því fremur gera sér í hugarlund að
slíkra orða gæti orðið vart í dulargervum annarra orða samhljóð-
andi í hlutverki viðurnefna (orðaleikur). Um þetta skortir að vísu
rannsóknir, en eigi að síður er það ætlan mín nú, að það sé af fá-
fræði eða hugsunarleysi um gildi bannhelgra efna sem skýrendum
hafi getað hugkvæmzt viðurnefni sem merkti blátt áfram rassgat
(,,endaþarmsop“) og ekkert annað handa Erlendi þessum okkar -
án þess að nokkurt undanfæri gæfist undan þeirri merkingu.
Um viðurnefni Gilla gegnir allt öðru máli. Þar gat bakrauf
sem allsendis óhjákvæmilegt rassgat verið viðeigandi í skömmum
sem berlega eru gróf og raunar níðandi (í merkingu brigzla um
kynferðilegt óeðli) áþéttisorð um Sigurð ullstreng. I annan stað er
engu líkara en að klofning Sigurðar þessa í tvo menn, annan ver-
andi sem líkastan /mtnbærilegu framhYið'mm og opinbera og
prúða andlitinu á manninum, en hinn nánast persónugervingur
bakhAut&ns, saurs og svívirðu, muni bera vott um meðvitaða
þekkingu og guðfræðilega og heimsmyndarlega umhugsun um
andstæðurnar framandlit og afturandlit (sbr. guð og andguð) sem
persónugervinga hugmyndanna um hina beztu og hina verstu
eðlisþætti manns. Þetta er mjög merkilegt. En það að kenna mann
einberlega og undanfærislaust við rassgat var - og er - táknleg
vísun í útlegð burt úr menningarheimkynninu, úr samfélagi
manna.
Þó má vera að undanfæri gefist undan þeirri túlkun sem nú
hefur verið sett fram. Skal þess færis getið hér að lokum sem
hugsanlegleika, í tengslum við þann fróðleik um framandi menn-
ingu sem kom mér til þessara ábendingarskrifta. Margir Islend-