Skírnir - 01.09.1997, Blaðsíða 27
SKÍRNIR
AUÐNULEYSISHLJÓMKVIÐAN
301
Viljinn til að gera gott gleður Guð ... Ég held að öllum mistakist, en
mistök eru svo margvísleg. Velvild, meiri velvild og enn meiri velvild.
Eins og kvæðið um Gilgamesh vill Forster benda á að maðurinn
læri að tileinka sér góðvildina við það að öðlast meðvitund um
„dauðann í hlutunum“, um auðnuleysið sem Whitman lofsyngur
og menning okkar þolir svo illa og skelfist svo mjög.
9. Fortissimo lúðraþytur Walts Wbitman,
magnaður gremju höfundar
Aftur og aftur reyni ég, með hjálp bókmennta, hljómlistar, sagn-
fræði og eigin reynslu, að höndla kjarna lánleysisins - án þess að
lánast það. Kannski er það einmitt kjarninn. Hversu mjög sem ég
ann henni sjálfur, er klippt og skorin skynsemin ekki jafn vel til
þess fallin og „hin sanna iðrun hjartans" að vekja skilning á því
sem ég er að reyna að botna í.
Eg byrjaði á að útlista hugmynd mína með ímynd, eða í raun-
inni samanburði. I lamandi orðagjálfrinu að loknum kosningun-
um 1984, um velgengni í viðskiptum, hernaðarsigra og fyrirlitn-
ingu á bandarískum auðnuleysingjum og sérvitringum, sem hafa
reynt að spyrja erfiðra spurninga, fylltist ég óbeit á öllu er þjóð
mína varðaði og reyndi að ímynda mér, hvernig það væri að vera
staddur í sama herbergi og leiðtogar mínir, eða jafnvel að bjóða
ríkisstjórninni í glas heima hjá mér. Auk niðurlægjandi fyrirlitn-
ingar þeirra á því að svo augljóslega dugandi og hvítur maður
skyldi kjósa að búa í hrörlegu húsi í lítt þekktum útnára eins og
Minneota (ég myndi bregðast við með tafsandi reiðilestri), gerði
ég mér grein fyrir að með leiðindum sínum myndu þeir ekki að-
eins reka engil velvildarinnar út úr mér einum, heldur og öllum
þeim er ég mat mikils, svo og mörgum öðrum.
Frekar hefði ég viljað verja kvöldstund með Pauline Bardal,
við að leika hljómlist og hlusta á sögurnar hennar íslensku. Þessi
fátæka og, að því er virtist, fáfróða og lítilmótlega kona hefði
jafnvel spillt drykkjugleðinni, þar sem hún var mótfallin áfengi,
en samt var hún færari um að stýra þjóðfélaginu en dáðustu leið-