Skírnir - 01.09.1997, Blaðsíða 24
298
BILL HOLM
SKÍRNIR
haug af píanóverkum eftir Hándel, Bach, Mozart, George
Beverly Shea og Björgvin Guðmundsson, gamlar upptökur með
Caruso, Galla-Curci, Schumann-Heink og John McCormack,
ódýrar bækur með myndum af málverkum og höggmyndum
merkustu listasafna í Evrópu, orgel, píanó, fiðlu, trompet, hand-
bækur um garðyrkju, matargerð og húsráð, bestu tímaritin um
pólitík og listrýni, auk Capper’s Farmer, Minneota Mascot og
Plain Truth, orðabækur og málfræði þriggja eða fjögurra tungu-
mála, bækur um furður vísindanna, ævintýraferðir Richards
Burton, gamlar kennslubækur í framburði og stærðfræði, Biblíur
og sálmabækur á öllum Norðurlandatungunum, Fást, The
Reader’s Digest og „Sweet Hour of Prayer“. Litla húsið var eins
og geimskip á förum frá jörðinni, fermt því besta sem við höfum
gefið hvert öðru á síðustu 4000 árum í sögu mannlegrar vitundar.
Og ekkert af því var tíu króna virði í hinum harða heimi frjálsrar
samkeppni! Skiptastjórarnir hefðu allt eins getað lagt eld að hús-
inu á þessu kófheita sumarsíðdegi og sparað þannig allt ómakið
við flokkunina, valið á minningargjöfum til vinanna og bílskúrs-
söluna á því sem þá var eftir. En það sem manni varð ljóst og
vakti ósvikna furðu, var að Bardalirnir höfðu ekki einungis troð-
fyllt hús sitt af þessu fáránlega dóti, heldur var húsið í rauninni
táknmynd af þeirra innra lífi er þeir prýddu hinni mestu fegurð
og viti sem þeir skilið gátu. Þau lásu bækurnar, léku á hljóðfærin,
báru merkingu hússins með sér hið innra og tóku hana að lokum
með sér ofan í röðina beinu í kirkjugarðinum í Lincolnsýslu.
Og þó ekki alveg ... Hver sá, sem ber með sér heila siðmenn-
ingu hið innra, gefur öllum af henni í samræðum og daglegri
breytni. Pauline gaf mér hljómlistina; Gunnar, fordæmi um hinn
lesandi og hugsandi mann - bókstaflega gaf hann mér fyrstu út-
gáfuna af verkum Arthurs Waley, auk Epíktetusar og Heims-
kringlu; og Rose, með sínum undarlega hætti, hina ólmu þrá eftir
Guði. Ekkert þeirra hafði próf úr gagnfræðaskóla, hvað þá meira.
Þau gáfu það sem launuðum kennurum mistekst svo tíðum að
gefa.