Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Side 23

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Side 23
Trúarlíf íslendinga ásamt tilkomu fjölhyggjunnar sem ýtir undir sjálfdæmishyggju og einnig afstæðishyggju, eðli sínu samkvæmt. Þótt leita megi skýringa á þeim mun á kynslóðunum, sem hér er til umræðu, í ljósi almennra viðhorfa til siðferðis og gildismats þá er ekki þar með sagt að skýringa sé ekki einnig að leita á vettvangi trúarlegra viðhorfa. Eins og fyrr segir er enginn munur á hinum elstu og yngstu í afstöðu til Jesú sem frelsara og guðs sonar né heldur er nokkur marktækur munur á viðhorfum til staðhæfingar- innar um Jesú sem trúarbragðaleiðtoga. En um tvo gjörólíka hópa er að ræða þegar spurt er um siðferðilegt gildi eða mikilvægi Jesú. - Eru hér þá ólík trúar- leg viðhorf að baki? Hér skal því varpað fram að svo sé. Þegar elsta kynslóðin var ung og fékk sína trúarlegu mótun, m.a. í fermingarfræðslu kirkjunnar, lét sú guðfræðistefna talsvert mikið að sér kveða sem einmitt hélt mjög á loft siðferðilegum dráttum í mynd Jesú, í samræmi við þá grundvallarkenningu að kristna trú bæri fyrst og fremst að túlka siðferðilega. Oft, en þó alls ekki alltaf, fylgdu þessari túlkun efasemdir um persónu Jesú, ef ekki höfnun á guðdómi hans. Er hér um að ræða þá stefnu í guðfræði sem ýmist hefur verið nefnd nýguðfræði eða frjálslynd guðfræði. Svo er að sjá sem þessar guðfræðilegu áherslur komi greinilega fram í afstöðu elstu kynslóðarinnar til Jesú. Skýra þær ekki einungis það fylgi, sem hin siðferðilega staðhæfing nýtur, heldur einnig að sú fullyrðing að hann sé sonur guðs fái ekki meiri hljómgrunn meðal þessarar kynslóðar en raun ber vitni. Þótt rúmlega 44% svörun sé umtalsverð stingur hún samt í stúf við önnur svör elstu kynslóðarinnar sem jafnaðarlega eru langt umfram meðaltal þegar um fylgi við kristnar trúarhugmyndir er að ræða. Þyki þetta dræmar undirtektir má með sanni segja hið gagnstæða um við- brögð yngstu kynslóðarinnar. Með hliðsjón af öðrum svörum hennar, t.d. um trú á guð, hefði mátt ætla að talsvert lægra fylgi kæmi í ljós við þá fullyrðingu að Jesús sé sonur guðs. Má vera að hér megi greina að baki aðrar áherslur í kenningu kirkjunnar, t.d. í fermingarfræðslu, en þær sem nýguðfræðin hélt á loft, af þeim toga er árétta guðdóm Jesú. En hér kemur vafalítið fleira til greina. Talsvert hefur borið á því að reynt sé að finna Jesú stað í ungmenna- menningunni, sbr.Jesú-hreyfinguna, söngleikinnjesus Christ Superstar, popp- söngva þar sem lögð er áhersla ájesú og margt fleira sem undirstrikar sérstöðu hans. Unga kynslóðin virðist eiga auðveldara með að fmna samsemd meðjesú en guði. Hér á eftir verður fjallað um trúarafstöðu manna á grundvelli sérstakrar spurningar þar að lútandi. Þar skiptist allur þorri svarenda í tvo hópa, þ.e. þá sem segjast vera trúaðir á sinn eigin persónulega hátt, 42%, og segjast vera trúaðir og játa kristna trú, 32% (sjá töflu 11,15). Þessir tveir hópar eru mjög ólíkir í afstöðu til Jesú sem sonar guðs og frelsara mannanna. I fyrri hópnum eru það 31.3% sem nrerkja við þá staðhæfingu en 72% í hinum síðari. Þessi niðurstaða - fyrir utan það að hún sýnir mjög mikla fylgni á milli trúar ájesú 21
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.