Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Page 48
Studia theologica islandica
ódauðleika sálarinnar, þ.e. svarið „við dauðann flyst sálin yfir á annað
tilverustig“, er talsvert útbreidd, eða 31% svara þannig. Við hið eiginlega
„kristna“ svar þess efnis að „maðurinn rísi upp til samfélags við Guð“ merkja
14% og milli 5 og 6% trúa á endurholdgun. Hafa ber í huga að fólki var gefinn
kostur á að merkja við fleiri en einn svarsmöguleika.
Margt bendir til þess að þeir sem játa upprisutrú séu þar á meðal svarenda
sem hvað eindregnast taka afstöðu með trúarlærdómum kristinnar trúar. Mjög
óvarlegt væri hins vegar að líta svo á að þeir einir geti með réttu talist kristinnar
trúar, sé sú viðmiðun höfð að leiðarljósi að láta svarendur sjálfa um það að
koma orðum að trúarafstöðu sinni fremur en gera þeim upp skoðanir á því
flókna máli. Fullvíst má telja að ýmsir á meðal þeirra sem telja sig fylla hóp
kristinna manna álíti kenningu um ódauðleika sálarinnar kristna kenningu. I
ströngum guðfræðilegum skilningi er hún það ekki þar eð upprisa Krists, en
ekki sú trú að maðurinn sé gæddur ódauðlegri sál, er samkvæmt þeim skilningi
alls eini vitnisburðurinn um það að dauðlegum mönnum sé fyrirbúið eilíft líf
fyrir trú á Jesú Krist. Það er vafalaust til vitnis um það að margir álíti trú á
ódauðleika sálarinnar samræmast kristinni trú hversu útbreidd sú skoðun er
hér á landi að spíritismi og kristin trú eigi samleið en tæp 40% svarenda
reyndust sammála staðhæfingu þess efnis. Spíritistar hafa einmitt kennt að við
dauðann flytjist sálin yfir á annað tilverustig.
Ef sú tilgáta er rétt að játendur kristinnar trúar sé að finna bæði á meðal
þeirra sem merkja við upprisutrú og trú á ódauðleika sálarinnar þá er sá hópur
áþekkur að stærð þeim sem játar trú ájesú sem guðs son og frelsara. Því er á
hinn bóginn ekki að leyna að þeir eru mun færri sem virðast einskorða trú sína
á framhaldslíf við dauða Krists og upprisu sem forsendu fyrir ódauðleika
mannsins. Þetta kann að vera ein helsta niðurstaða úr spurningunni um líf eftir
dauðann og styður að sínu leyti það sem fyrr var sagt um skýrari afmörkun á
hinum „kristnu“ eftír því sem fólk er beðið að taka afstöðu til eindregnari eða
sértækari kristínna trúarsetninga. Hafa mætti um það mörg orð ef leitað væri
skýringa á því hvers vegna kristin upprisutrú í strangasta skilningi fær ekki
sterkari hljómgrunn. Ahrifa frá spíritisma, einkum á fyrri hluta þessarar aldar,
gætír vafalítið í nokkrum mæli. Einnig mættí nefna að efnishyggja hafi grafið
undan tiltrú manna á upprisu Krists um leið og ýmsir hafa reynt að klæða
kenninguna um ódauðleika sálarinnar í vísindalegan búning. Og að lokum
hlýtur sú spurning að vakna hvort kirkjan eða boðun hennar eigi hér hlut að
máli. Ekkert er hægt að fullyrða um það að svo komnu máli en svo gæti virst
sem trúfræðslu kirkjunnar hafi verið talsvert áfátt um það miðlæga atriði
kristinnar trúar sem upprisuboðskapurinn hlýtur að teljast.
Dr. Páll Skúlason varpaði fram þeirri spurningu hvort Islendingar væru
kristnir, eins og fyrr var vikið að. Niðurstaða hans var á þá leið að sennilega
væri það „einungis lítill hluti þjóðarinnar“. Að baki þeirri niðurstöðu var
spurningin „hversu mörg okkar játa raunverulega trú á Jesú Krist með virkri
þátttöku í lífi og starfí kirkjunnar". Viðmiðun Páls er skýr en þröng þar eð virk
46
i