Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 23

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 23
Sérkenni kristindómsins c) Davíðssonur Þá er enn eitt heiti, sem kemur til athugunar í þessu sambandi. Það er orðið Davíðssonur. Jesús notar það aðeins á einum stað í guðspjöllunum (Mk 12,35), og þar þannig, að hann virðist heldur mæla á móti notkun þess. Moffatt segir um það: „Hann virðist hafa viðurkennt heitið, en hann hafnaði bæði allri áherslu á það og þeim konungshugmyndum, sem við það voru tengdar” (Op. cit. bls. 163). „Hann vissi, að hin eiginlega Messíasartign hvíldi ekki á Davíðssonerninu heldur guðssonerninu” (Wendt, bls. 275). Af því, sem að framan hefur verið sagt, verður ljóst, að Jesús hefur tengt hugmyndir sínar um einstæða köllun sína við Messíasarvonir þjóðar sinnar, og einkum þær stefnur, sem andlegastar voru með þjóð hans (hina „kyrrlátu í landinu”). Harnack lýsir þeim hugmyndum þannig: „í fari Messíasar er varla neitt jarðneskt framar, enda þótt hann komi fram sem maður á meðal manna. Hann hefur verið hjá Guði frá öndverðu, kemur af himnum ofan og vinnur verk sitt af meiri þrótti en mönnum er gefinn. Siðgæði er aðaleinkenni hans. Hann er réttlátur og heldur hvert boðorð. Meira að segja tekur að ryðja sér til rúms hugmyndin um það, að verðleikar hans verði öðrum til heilla. Hugsunin um Messías sem líðandi, sem ætla mætti af Jesaja 53 að lægi beint við, nær þó ekki að festa rætur” (Krd. bls. 102). Jesús notaði þó hvorki þessar né hinar eldri hugmyndir óbreyttar, heldur gefur hann þeim dýpra og andlegra innihald. Hann leggur enga áherslu á hina yfirmannlegu drætti í Messíasarmyndinni, a.m.k. ekki eftir samstofna guðspjöllunum að dæma. I stað hugmyndanna um voldugan konung, sem muni endurreisa ríkið handa ísrael (Post. 1,7), taldi hann verksvið sitt að þjóna og líða (Mk. 10,45, 8,31, Mt. 11,5). „Sú hugmynd, að Messías ætti að deyja, eftir líf í mannúðarríkri þjónustu á jörðinni, var eins nýstárleg og hugmyndin um Messías, sem kæmi fram sem prédikari og spámaður á meðal mannanna” (Moffatt, bls. 159). Hann forðast að nota þau heiti, sem helst minna á hinar gömlu hugmyndir. Hann reynir að dyljast, til að vekja ekki misskilning og ónýta árangur starfsemi sinnar (sbr. Mack. J.Chr. bls. 17n). Hann bannar óhreinu öndunum að mæla, þegar þeir kalla hann Messíasarheitum (Mk. l,24n.34, 3,1 ln). Hann bannar einnig þeim, sem hann læknar, að segja frá því, því að máttar- verkin voru skoðuð sem tákn Messíasar (sbr. Mt. 12,39). Það verður að skoðast sem hrein undantekning, er hann svarar lærisveinum Jóhannesar með því að benda á Messíasartáknin, (Mt. 11,5n) gerð vegna þess, að hann taldi Jóhannes hafa meiri rétt á að vita það en aðra. Þó sýnir einmitt það, að hann svarar ekki beint, að hann vill ekki láta bera mikið á yfirlýsingu sinni. Hversu hætt var við, að hún yrði misskilin, sýna orðin: „Og sæll er sá, sem ekki hneykslast á mér.” Það er fyrst undir lok starfstíma síns, að Jesús kemur opinberlega fram sem Messías. Ef gert er ráð fyrir, að mannssonarheitið sé ekki rétt sett í 2. kapítula Markúsarguðspjalls, þá er það fyrst við Sesareu Filippí, sem hann gefur sig til kynna fyrir lærisveinum sínum. Og fyrir alþjóð er það 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.