Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 25

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 25
Sérkenni kristindómsins og á Sýrlandi, og ekki síst í keisaradýrkuninni. Gyðingkristnum mönnum í dreifingunni varð þessi játning því sérstaklega töm. Af ýmsu virðist mega ráða, að frumsöfnuðirnir hafi litið svo á, að Messíasartign Jesú hafi sérstaklega komið í ljós við upprisu hans. í pré- dikun Péturs í Postulasögunni er þetta einn aðalþátturinn: „Þennan Jesú uppvakti Guð, og erum vér allir vottar þess” (2,32). Hjá Páli kemur þetta skýrt fram í Rómverjabréfinu 1,4: „kröftuglega auglýstur að vera sonur Guðs fyrir upprisu frá dauðum.” Við dauða Jesú voru lærisveinarnir hugfallnir, og fannst sem allt hefði brugðist (Lk. 24,21). En upprisan er hinn undursamlegi viðburður, sem birtir allt í nýju ljósi. „Sú staðreynd, að hann var risinn upp frá dauðum, gerði ekki Jesú að Kristi, en hún sýndi hann sem slíkan” (Matthews: Messianic Hope, bls. 130, cit. Mack. J.Chr. bls. 40). Nú skilja þeir spádómana (Lk. 24,26n). Nú vita þeir, að drottinn er með þeim, hann, sem er hafinn upp til hægri handar Guði (Post. 7,56). Hann er genginn inn til þeirrar dýrðar, sem honum ber, og sem þeir höfðu fundið stafa frá honum í lifanda lífi, og gert hafði hann frábrugðinn öllum öðrum mönnum. Hann var lambið, sem til slátrunar var leitt (Post. 8,32nn. I. Pét. 1,19), en sem varð að höfðingja og lausnara (Post. 7,35), því að fyrir hans benjar urðu þeir heilbrigðir. Þessi samruni hins þjáða og upphafna guðssonar kemur sérstaklega skýrt fram í Opinberunarbókinni. Upprisan er sá lykill, sem lýkur upp ráðgátu kross- ins. í krafti hennar verður hinn þjáði lausnari, sem virtist hafa beðið ósigur, að sigurhetjunni, sem sigraði dauðann, syndina og heiminn, gegn- um hana birtist hinn dýrðlegi mannssonur, sem hafinn var upp til dýrðar hjá Guði, þar sem hann hafði áður verið (RGG, IV. 1385. d). 2. Kristur í kenningu Páls Þegar rætt er um skoðun Páls postula á Jesú Kristi, verður fyrst að átta sig á, hvaðan Páll hafi þekkingu sína á honum. Enn var Jesús svo nálæg persóna í sögunni, að persónuleg kynni af honum gátu komið til greina, og hlutu að vera metin fram yfir þekkingu af afspurn. Menn hafa deilt um það, hvort Páll hafi þekkt Jesú í jarðlífinu eða ekki. Aðalstaðurinn, sem á verður byggt í því efni, er II. Korintubréfi 5,26: „Þótt vér og höfum þekkt Krist eftir holdinu, þekkjum vér hann nú ekki framar þannig.” Fljótt á litið mætti virðast, sem þessi staður styddi það, að Páll hafi þekkt Jesú í jarðlífinu, en þegar að er gáð, ber hann með sér, að Páll leggur ekkert upp úr þeirri viðkynningu, og má allt eins draga hið mótsetta út úr honum. Því að „eftir holdinu” gat allt eins átt við fræðslu af holdlegra manna vörum. A.m.k. er Páli það sjálfum hreint aukaatriði, og alla kenningu sína um Krist dregur hann út frá þeirri andlegu reynslu, sem hann hafði af honum, og þá fyrst og fremst því, er Kristur birtist honum við Damaskus. Það lætur að líkum, að sú skoðun, sem byggð er á slíkri þekkingu, hljóti að vera með nokkuð öðrum blæ en þeirra manna, sem lifðu og störfuðu með Jesú. Sumir hafa viljað ganga svo langt, að segja, að öll kristfræði Páls sé hugarsmíði, mynduð eftir gyðinglegum Messíasar- 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.