Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Síða 44

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Síða 44
Bjöm Magnússon séu veittar fullar bætur. Þess vegna gerðist Guð maður, að enginn minni en Guð gat greitt þær bætur (Satisfactio vicaria). Hér er guðshugmyndin orðin harla ólík guðshugmynd Jesú, um hinn nálæga, kærleiksríka föður. Það er guð reiðinnar og hins óbifanlega strangleika. Skólaspekingarnir bæta hér í raun og veru litlu við. Með nýjum áhuga fyrir heimspeki Aristótelesar kemst hin óhlutbundna hugsun í algleyming, og nú reyna menn að álykta um veru Guðs út frá rökfastri hugsun einni saman.Tómas Aquinas talar um Guð sem óendanlega veru (substantia), algjöra (absolut), en þó persónulega. Eðli hans er skapandi starf, hugsun og vilji, sem stjórnast af kærleika (Deus vult, quia bonum est). Takmark hans er hann sjálfur. Hann hefur skapað heiminn, sem stefnandi og leiðandi að þessu marki. Hið guðsæilega er hið verulega (Aristóteliskur realismi). Þessi aðferð, sem treystir á hina óhlutbundnu hugsun, lifir enn í lútherska rétttúnaðinum. Þar er enn rætt um veru Guðs (essentia spiritualis infinita). Eiginleikar hans eru taldir (neikvæð lýsing) og flokkaðir. Þrenningin er leyndardómur ofar skynseminni, en þó reynt að skýra hvernig hún verkar (eining út á við, greining inn á við). Valdboð ritningarinnar er úrskurðandi, byggt á guðlegum innblæstri. Þá er að sjálfsögðu að finna sömu aðferð hjá heimspekingum nýju aldarinnar, er þeir hugsa um guðdóminn. Spinoza neitar, að saman geti farið persónuleiki og algjörleiki. Hjá honum er Guð frumveran (substantia), sem í öllu birtist (panþeismus). Kant sýnir fram á veilur hinna eldri sannana fyrir tilveru Guðs, en heldur fram hinni mórölsku sönnun. Hegel og hins ídealska heimspeki hafa átt mikinn þátt í því að rífa niður hina gömlu guðshugmynd, sem byggð er á hugrænum heilabrotum. 3. Enn má greina hina þriðju leið, sem menn hafa farið tíl að gera sér grein fyrir eðli Guðs. Hana má kalla viljaleiðina. Scótistar meðal skólaspekinga miðaldanna héldu fram hinum einráða vilja Guðs. Almætti hans birtist í því, að hann getur gert hvað, sem hann vill (Occam). Allt er gott, sem Guð vill (Scotus: Bonum est, quia Deus vult). Sama liggur til grundvallar guðfræði Sociniana og Armininga. Hjá Calvín birtist þessi skoðun í þeirri mynd, að eðli Guðs væri hið ósveigjanlega réttlæti. Hið óbreytanlega almætti Guðs birtíst í eilífri ráðsályktun hans (praedestinatio). Hér er snúið við guðsmynd Jesú. Þeir eiginleikar Guðs, sem sérstaklega birtast í boðskap Jesú, eru gerðir undirorpnir einráðum vilja, en strangleikinn gerður að eðlisnauðsyn. 3) Inntak guðshugmyndarinnar a) Uppruni guðshugmyndarinnar Hið fyrsta, sem verður að gera sér grein fyrir, þegar rætt er um hugmynd mannsins um Guð, er hvernig sú hugmynd er til orðin. Rómverskt skáld sagði: „Primus in orbe deos fecit timor” (Statius: Thebais III. 661), og kemur það að miklu leyti heim við nýjustu 42
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.