Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 59
Sérkenni kristindómsins
kristilegri skoðun eftir hinum sömu æðstu náUúxulögmálum og af sömu
nauðsyn, eins og þeir viðburðir sem t-lhcyra hinni venjulegu rás
náttúrunnar” (Wendt, bls. 163). „Það, sem nefnt er „kraftaverk”, er ekki
viðburður, sem yfirleitt er utan við öll lögmái, heldur aðeins viðburður,
sem ekki er hægt að leiða út frá hinum þekktu lögmálum, sem menn
venjulega veita athygli.” (Ibid. 164). „Öll hin prótestantiska guðfræði
neitar nú ákveðið hugtaki hins and-náttúrlega, hið yfirnáttúrlega er ekkert
andnáttúrlegt” (Titius, 846). „Það er ekki þanrug að heiminum sé stjómað
af lögmálum og ekki af Guði, heldur að lögmálið er Guð. Lögmálin eru
aðferð Guðs til að stjórna heiminum. Lcgmálin em sú þekking sem vér
getum fengið á vilja Guðs” (Headlam, bls. 184-185). „Engin skoðun á
hinu yfirnáttúrlega getur gert sér von um að haldast við í heimi
nútíðarinnar, sem ekki hefur rúm fyrir og býður fúslega velkomið allt
sem hin nákvæmu vísindi geta kennt (Brown: God).
Kraftaverkin falla þannig sem einn liður inn í hina kristilegu
heimsskoðun. Heimurinn, í hinni rýmri merkingu þess orðs = tilveran,
býr yfir mörgum leyndum kröftum, sem allir lúta lögmálum, þeim, sem
Guð hefur sett honum. Þessi æðri öfl birtast einkum í hinu andlega lífi, en
geta þó verkað í gegnum hina andlegu og sálrænu hæfileika mannsins yfir
á svið efnisins, og komið til leiðar því, sem ekki gerist án slíkra sérstakra
verkana hins andlega.
Kraftaverk er þannig trúarlegt hugtak, þótt það gerist á því sviði, sem
vísindin rannsaka. í nýjustu guðfræðiskoðunum er það talið trúarlegt
meginhugtak, að höfuðkraftaverkið, að Guð hefur birt vilja sinn og
kærleikstilgang á jörðinni (RGG. V.2044). Það er hin mikla birting hins
andlega veruleika í heimi efnisins. Og þegar að er gáð, þá sést, að
kraftaverk Jesú voru einmitt af þessu tagi. Enda þótt eflaust megi treysta
heimildum samstofna guðspjallanna um það, að Jesús hafi ekki viljað láta
bera á kraftaverkum sínum, og neitað að sanna sig með kraftaverkum
(Mk. 1,44; 5,43; 7, 36 o.v, Mt. 12,39) —já einmitt vegna þess, að það
voru kærleiksverk, knúinn fram af þörf til að líkna einni saman — þá er
sannur sá undirtónn, sem kemur fram í Jóhannesarguðspjalli (5,36 o.v),
að þau báru vott um, að þar var guðlegur kraftur að verki, slíkur, sem
ekkú hafði áður þekkst í mannheimum. Því kraftaverk Jesú skera sig
greinilega úr öllum öðrum kraftaverkum, sem sögur voru af í samtíð
hans og fortíð, í því, að þau voru eingöngu kærleiksverk, og frásagnirnar
eru gjörólíkar þeim ýktu furðusögum, sem finna má í þjóðsögum allra
alda, sakir einfaldleika síns og yfirlætisleysis frásögunnar. Hin einu
kraftaverk, sem guðspjöllin greina frá, að Jesús hafi gert, og ekki vera
talin til kærleiksverka, eru sögurnar um brúðkaupið í Kana (Jóh. 2,) og
formæling fíkjutrésins (Mk. 11). Hin fyrri verður varla talin söguleg
frásögn, þar sem hún er greinilegt táknmál um það, hvernig Jesús breytir
hinu gamla lögmáli í lifandi anda (sbr. Schriften d.Ntm. IV. bls. 56nn).
Söguna um fíkjutréð er erfiðara að komast í kring um, af því að hún er í
57