Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 64

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 64
Bjöm Magnússon Kenning kristindómsins um sjálfstæða tilveru sálarinnar og gildi hennar hefur fengið stuðning á síðustu tímum, ekki aðeins í hinum vísindalegu sálarrannsóknum, sem eru grein út af fyrir sig og hafa hlotið viðurkenningu margra merkra manna, heldur einnig í heimsspekinni. Skal hér aðeins bent á skoðun Bergsons í því efni: „Eg er varanleiki, ég er meðvitund, það er, minni og frelsi; þess vegna er ég í verunni andi, þ.e. vera fyrir utan takmörk rúmsins, sem er óháð efninu; vera frjáls við hið efnislega og allt sem komið er af efninu eða nákvæmar því sem hefur stærð, aðgreinir og sundurgreinir (Chevalier, Bergson, bls. 161-162). 3. Mikið hefur verið um það deilt innan kristninnar, hvort maðurinn væri frjáls til að velja á milli hins lægra og æðra eðlis síns, hvort hann gæti látið guðsbarnið ráða yfir skepnunni, sálina yfir líkamanum. Það er spurningin um hinn frjálsa eða bundna vilja, sem þar kemur til greina. Þessi spurning er í eðli sínu ekki trúarlegs eðlis, heldur heimsspekileg, enda sést ekki í orðum Jesú neitt, sem geti bent á lausn hennar. Hér verður ekki heldur farið út í háspekilegar hugleiðingar um það efni, en aðeins vikið að því að því leyti, sem það getur haft áhrif á hina kristnu skoðun á manninum. Fyrir Páli stendur málið þannig: „Hið góða, sem ég vil, gjöri ég ekki, en hið vonda, sem ég ekki vil, það gjöri ég” (Ró, 7,19). Hér er ekkert sagt um frjálsan eða bundinn vilja. Páll kvartar ekki undan því, að hann vilji ekki, heldur undan því, að hann geri ekki eins og hann vill. Spurningin, sem hér skiptir máli, er: Er manninum kleift að gera vilja Guðs, eða ekki? Er nokkuð það afl í honum sjálfum, sem stendur á móti því? Og sé svo, er þá til nokkuð sterkara afl, sem getur yfirbugað það, sem á móti stendur, svo maðurinn verði fær um að gera það góða, sem hann vill? Hér stendur hvort vitnið á móti öðru. Annars vegar eru siðgæðiskröfur Jesú, og boð hans um að fylgja sér og varpa frá sér því, sem fánýtt er: „Verið þér því fullkomnir, eins og yðar himneski faðir er fullkominn,” sem allt krefst þess, að maðurinn hafi möguleika til að uppfylla það. Hins vegar er mannleg reynsla, með Pál, og Ágústínus og Lúther í broddi fylkingar, sem segir: Maðurinn getur þetta ekki af sjálfsdáðum. Það er ekki nóg að vita og vilja, það verður að vera fyrir hendi máttur til að framfylgja hinum góða vilja og hinni sönnu þekkingu. Um þetta verður betur rætt síðar (bls. 77n, 114n). En hér verður látið nægja að taka þetta fram: Eins og guðseðli mannsins er ekki fullkomið, heldur verðandi (sjá 1), eins er vilji mannsins til hins góða ekki alfrjáls, hann getur ekki viljað gagnstætt sinni megin-hugarstefnu. Hann er ekki heldur al-bundinn, því hann er frjáls gerða sinna innan vissra marka. Eftir því, sem maðurinn kemst nær því að samræma megin-hugarstefnu sína vilja Guðs, eftir því verður hann frjálsari að vilja það, sem gott er. Og maðurinn kemst nær fullkomnunartakmarki sínu í sama mæli sem hann hættir að láta gjörræði 62
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.