Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 64
Bjöm Magnússon
Kenning kristindómsins um sjálfstæða tilveru sálarinnar og gildi
hennar hefur fengið stuðning á síðustu tímum, ekki aðeins í hinum
vísindalegu sálarrannsóknum, sem eru grein út af fyrir sig og hafa hlotið
viðurkenningu margra merkra manna, heldur einnig í heimsspekinni.
Skal hér aðeins bent á skoðun Bergsons í því efni: „Eg er varanleiki, ég
er meðvitund, það er, minni og frelsi; þess vegna er ég í verunni andi,
þ.e. vera fyrir utan takmörk rúmsins, sem er óháð efninu; vera frjáls við
hið efnislega og allt sem komið er af efninu eða nákvæmar því sem hefur
stærð, aðgreinir og sundurgreinir (Chevalier, Bergson, bls. 161-162).
3. Mikið hefur verið um það deilt innan kristninnar, hvort maðurinn
væri frjáls til að velja á milli hins lægra og æðra eðlis síns, hvort hann
gæti látið guðsbarnið ráða yfir skepnunni, sálina yfir líkamanum. Það er
spurningin um hinn frjálsa eða bundna vilja, sem þar kemur til greina.
Þessi spurning er í eðli sínu ekki trúarlegs eðlis, heldur heimsspekileg,
enda sést ekki í orðum Jesú neitt, sem geti bent á lausn hennar. Hér
verður ekki heldur farið út í háspekilegar hugleiðingar um það efni, en
aðeins vikið að því að því leyti, sem það getur haft áhrif á hina kristnu
skoðun á manninum. Fyrir Páli stendur málið þannig: „Hið góða, sem ég
vil, gjöri ég ekki, en hið vonda, sem ég ekki vil, það gjöri ég” (Ró, 7,19).
Hér er ekkert sagt um frjálsan eða bundinn vilja. Páll kvartar ekki undan
því, að hann vilji ekki, heldur undan því, að hann geri ekki eins og hann
vill. Spurningin, sem hér skiptir máli, er: Er manninum kleift að gera
vilja Guðs, eða ekki? Er nokkuð það afl í honum sjálfum, sem stendur á
móti því? Og sé svo, er þá til nokkuð sterkara afl, sem getur yfirbugað
það, sem á móti stendur, svo maðurinn verði fær um að gera það góða,
sem hann vill?
Hér stendur hvort vitnið á móti öðru. Annars vegar eru siðgæðiskröfur
Jesú, og boð hans um að fylgja sér og varpa frá sér því, sem fánýtt er:
„Verið þér því fullkomnir, eins og yðar himneski faðir er fullkominn,”
sem allt krefst þess, að maðurinn hafi möguleika til að uppfylla það. Hins
vegar er mannleg reynsla, með Pál, og Ágústínus og Lúther í broddi
fylkingar, sem segir: Maðurinn getur þetta ekki af sjálfsdáðum. Það er
ekki nóg að vita og vilja, það verður að vera fyrir hendi máttur til að
framfylgja hinum góða vilja og hinni sönnu þekkingu. Um þetta verður
betur rætt síðar (bls. 77n, 114n). En hér verður látið nægja að taka þetta
fram:
Eins og guðseðli mannsins er ekki fullkomið, heldur verðandi (sjá 1),
eins er vilji mannsins til hins góða ekki alfrjáls, hann getur ekki viljað
gagnstætt sinni megin-hugarstefnu. Hann er ekki heldur al-bundinn, því
hann er frjáls gerða sinna innan vissra marka. Eftir því, sem maðurinn
kemst nær því að samræma megin-hugarstefnu sína vilja Guðs, eftir því
verður hann frjálsari að vilja það, sem gott er. Og maðurinn kemst nær
fullkomnunartakmarki sínu í sama mæli sem hann hættir að láta gjörræði
62