Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 66

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 66
Bjöm Magnússon er aðeins áhorfandi álengdar frá — alveg eins og í heimi efnishyggjunnar þar sem alls enginn Guð er — það er ekkert sem getur blásið mannkyninu í brjóst von um betri tíma, engin hvöt til siðlegra átaka” (Macnicol, 47). Hversu miklu bjartari útsýn yfir lífið gefur trú kristindómsins á tilgang mannsins á óendanlegum þroska í eilífu lífi! Ekki verður komist hjá því að minnast stuttlega á þær hugmyndir, sem menn hafa gert sér um líf mannsins eftir dauðann. Það er oft nefnt eilíft líf, en ekki er það allskostar heppilegt, því það er of vítt að því leyti, að samkvæmt kristilegri málvenju byrjar eilífa lífið fyrir líkamsdauðann, og of þröngt að því leyti, að oft táknar það = guðsríkið, (sbr. Jóh. ) Hins vegar segir orðið ódauðleiki ekkert um hina sérstöku, kristilegu hugmynd um lífið eftir jarðlífið. Það er raunar vafamál, hvort hægt er að tala um sérstaka, kristilega hugmynd um framhaldslífið. Það má að vísu greina hana skýrt frá ýmsum öðrum hugmyndum, eins og hugmyndum lægri trúarbragða um skuggatilveru í undirheimum án siðferðilegrar aðgreiningar (Animis- mus), og þeirri hugmynd, að lífið eftir dauðann sé ekki annað en áframhald þessa jarðlífs, án frekari siðferðilegs þroska. En þær hugmyndir, sem kristindómurinn tileinkaði sér um lífið eftir dauðann, eru að mestu ef ekki öllu leyti mótaðar af hugmyndum síðgyðingsdómsins um þá hluti (sérstaklega opinberunarstefnunnar), sem aftur munu vera af persneskum rótum runnar. Jesús sjálfur var mjög fáorður um þá hluti, en þar sem hann minnist á þá, virðist hann alveg halda skoðun samtíðar sinnar um upprisu, dauðraríki og tvo staði, sælu og vansælu (Lk. 16,22nn). Þó er svo að sjá, sem hann hafi haft andlegri hugmyndir um framhaldslífið en samtíðarmenn hans (Mk. 12,25), og í Jóhannesarguðspjalli talar hann um, að í húsi föður síns séu mörg híbýli (Jóh. 14,2). Það er Páll, með sinni gyðinglegu guðfræðimenntun, sem verður til að móta fyrst hugmyndir kristninnar um framhaldslífið. Hann hefur þó slitið sig frá gyðingdómnum í því, að hann heldur fram andlegri upprisu, (I.Kor. 15,50) eins og hann hafði sjálfur séð Krist í andlegum upprisulíkama, en Gyðingar gátu ekki hugsa sér líf án efnislíkama. En einmitt í þessu atriði varð kenning hans að víkja í kirkjunni fyrir annarri óandlegri, þar sem kirkjan leit svo á, að á dómsdegi myndu allir rísa upp með líkömum sínum (upprisa holdsins). Annars er kenning kirkjunnar um framhaldslífið óljós, og ekki laus við mótsagnir, þar sem talað er um millibilsástand, er sálirnar lifi í þegar eftir dauðann, og einnig um upprisu á dómsdegi. Er þar auðsjáanlega tilraun til að samræma almenna trú mannkynsins um framhaldslíf, sem byggð er á reynslu hinna andlegu hluta, og hina gömlu hugmynd gyðingdómsins um dómsdag. Hið varanlega í þessum hugmyndum kristindómsins er það, að maðurinn haldi áfram að lifa eftir líkamsdauðann (ódauðleiki sálarinnar), að hin andlega tilvera sé allt eins raunveruleg og hin efnislega, og að 64
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.