Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Qupperneq 68
Bjöm Magnússon
einnig heiðingjarnir liggja í synd, því að þeir eru ofurseldir fýsnum og
girndum (Ró. l,24nn; 2,12nn). „Allur heimurinn liggur í hinu vonda” (I.
Jóh. 5,19). „Ef vér segjum: vér höfum ekki synd, þá svíkum vér sjálfa
oss, og sannleikurinn er ekki í oss” (I. Jóh. 1,8). „Það er greinilegt, að
það er ekki hægt að leiða út af samstofna guðspjöllunum þær kenningar
um manninn og syndina, sem urðu ríkjandi í kirkjunni síðar. Þær
kenningar byggja vald sitt á nokkrum dráttum í kenningu Páls. En þessi
drættir í kenningu Páls heyrðu ekki svo mjög til hinum kristilega boðskap
hans, eins og tíl þeirra heimsskoðana sem hann erfði frá gyðingdómnum”
(Cave 101). Frá Kristi verður ekki rakin beint nein kenning um eðli
syndarinnar.
Synd getur verið bæði siðferðilegt og trúarlegt hugtak. Sé litið á hana
sem siðferðilegt hugtak, þá er hún fólgin í því, að maðurinn gerir ekki
það, sem rétt er. Hún er brot gegn vilja Guðs, eða vanræksla að
framkvæma hann. Að því leyti er hún ófullkomleiki. En þar með er ekki
allt skýrt. „Ófullkomleika og synd má ekki blanda saman. Það er ekki
það, að láta stjórnast af hinum náttúrlegu hvötum í sjálfu sér, sem er
synd, heldur að vera fús til að láta stjórnast af þeim” (Haering, Dogm,
bls. 431). „Fulltrúar hins besta í nýrri sálarfræði halda því fram, að
siðferðilegur sjúkleiki sé eitt, og synd annað” (Mackintosh: Forgiveness,
40, sbr. Aulén, 156). Hér kemur til greina að athuga syndina sem
trúarlegt hugtak. Frá því sjónarmiði er syndin fjandsamleg Guði. Hún er
ekki aðeins getuleysi að framkvæma hið góða, ekki heldur vanþekking,
eins og gríska heimspekin hélt fram (Sókrates) heldur ákveðin viljastefna
gegn vilja Guðs. „Hún er í rauninni guðleysi, sá vilji, að alls enginn Guð
væri til fyrir oss” (Mack. Forgiveness, 60). Hún er það, sem stríðir gegn
trúarlegri afstöðu mannsins gagnvart Guði, lífssamfélaginu við Guð. Hún
er uppreisn gegn kærleiksvilja Guðs, af því maður vill láta sinn eigin vilja
ráða.
„Vér syndgum með viljanum, sagði Águstínus forðum ... veikleiki vilja
vors er viljaatriði, — svo að segja rangur styrkleiki viljans, — eigingimi,
sjálfs-leit, sjálfs-elska” (Haering, Dogm, bls. 432).
Þannig er syndin líka ófullkomleiki, það að missa þess marks, sem Guð
hefur sett oss, að verða fullkomnir, eins og hann, í sjálfsfórnandi
kærleika, sem nær jafnt til allra. Dýpsta syndin er því að vera ánægður
með sjálfan sig. En sá sem gengur í sig, og fínnur til, að hann er fátækur
í anda, hann hefur fyrsta skilyrðið til að sigra syndina, og stofna guðsríki
í sjálfum sér, með því að láta Guð ríkja, en ekki syndaholdið.
b) Uppruni syndarinnar
Jesús flytur enga kenningu um uppmna syndarinnar. Hið eina, sem séð
verður af orðum hans er það, að syndin er nátengd manninum, hún er
66