Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 76
Bjöm Magnússon
mönnum, skilyrðislaust. „Hann trúir á manninn. Hann byggir á því, að
maðurinn geti gengið í sig og snúið við til föður síns” (Weinel, Theologie
165). Þetta orð, iðrun, felur í sér margþætta sálarstarfsemi. Gríska orðið,
sem notað er í Nýja testamentinu og þýtt er í íslensku þýðingunni síðustu
með iðrun, er metanoia. Það þýðir eiginlega hugarstefnubreyting, sinna-
skipti. Hvað í því felst, sést ljósast af sögunni um glataða soninn, (Lk. 15).
Þegar hann var orðinn allslaus í fjarlægu landi, þá „gekk hann í sig” og
fann, að allt það, sem hann hafði treyst og glaðst við, hafði brugðist
honum. Það er tómið í sálinni, sem fyrst gerir vart við sig. Og hann
hugsar til daglaunamannanna hjá föður sínum, en jafnframt finnur hann
til eigin óverðleika og fjarlægðar sinnar frá föður sínum. Hann er ekki
lengur verður að heita sonur hans. Samt fellur hann ekki í örvæntingu.
Hann vill fara og biðja um að mega vera eins og einn af daglauna-
mönnunum. Og hann lætur ekki sitja við hugsunina eina saman. Hann
tekur sig upp, fer til föður síns og ber fram játningu syndar sinnar, og
biður hann ásjár, ekki sem sonur, heldur sem aumur þurfalingur.
Þannig felur iðrunin, frá kristilegur sjónarmiði, í sér ekki aðeins
viðurkenningu eigin syndar og það, „að sjá eftir” því sem gert er rangt,
heldur einnig ákvörðun og framkvæmd þess, að snúa frá syndinni og leita
til Guðs eftir styrk til að lifa nýju lífi (Sbr. 2. Kor. 7,10). Annars er ekki
um sinnaskipti að ræða, hugarstefnubreytingu. í þessu orði (iðrun) er
látið í ljós, að Jesús vill umskapa manninn einnig í tilfinningalífi hans;
sterkari tilfinning, sársauki og blygðun iðrunarinnar reka á brott
tilfinningar óhreinleikans, hatursins og kærleiksleysisins" (Weinel, Theo-
logie 160). „Þekking syndarinnar og andúð gegn syndinni eru veigamikil
atriði í því að koma yfirbótinni til leiðar. En yfirbótin fullkomnast fyrst
þegar viljaákvörðunin bætist við þessi atriði, þannig að maðurinn snúi sér
raunverulega frá syndinni“ (Wendt, bls. 494).
Jóhannes leggur áherslu á þessa nýju byrjun með því að tala um
endurfæðingu (Fæðingu að ofan: anoþen, 3,3). Minnir það orðalag á
málvenjur launhelganna: „Ekkert hjálpræði án endurfæðingar“
(Poimandres, cit. FairWeather: Background of the Epistles, bls. 366, sbr.
ibid. bls. 260). Og með því að nota hið tvíræða orð anoþen, er þar einnig
látið í ljós, að þessi endurfæðing sé fæðing að ofan, fyrir guðlegan kraft.
Þetta kemur og fram annars staðar í kenningu Jesú, meðal annars í orðum
Jesú um það, að hann sé kominn til að kalla syndara (til iðrunar), (Mk.
2,17, cf. 5,32) og í sögunni um miklu kvöldmáltíðina (Lk. 14,16nn).
„Menn knýja ekki fram iðrunina, menn verða gripnir af iðruninni. Menn
upphugsa ekki Guð, heldur opinberar hann sig manninum. Það hefur
komið yfir þann, sem hefur reynt það, hvernig sem það hefur komið“
(Weinel: Theologie 169. Sbr. Ró. 2,4; 2. Tím. 2,25).
Það hefði mátt ætla um slíkt grundvallaratriði í afstöðu mannsins til
Guðs sem iðrunin er, að hennar hefði gætt mjög mikið í kristilegri
prédikun alla tíð. En það hefur þó verið misjafnt. í Nýja testamentinu er
ekki mikið talað um iðrun eða að iðrast utan samstofna guðspjallanna og
Postulasögunni þar sem það er mjög algengt. Ef til vill stafar það af því,
74