Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Qupperneq 76

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Qupperneq 76
Bjöm Magnússon mönnum, skilyrðislaust. „Hann trúir á manninn. Hann byggir á því, að maðurinn geti gengið í sig og snúið við til föður síns” (Weinel, Theologie 165). Þetta orð, iðrun, felur í sér margþætta sálarstarfsemi. Gríska orðið, sem notað er í Nýja testamentinu og þýtt er í íslensku þýðingunni síðustu með iðrun, er metanoia. Það þýðir eiginlega hugarstefnubreyting, sinna- skipti. Hvað í því felst, sést ljósast af sögunni um glataða soninn, (Lk. 15). Þegar hann var orðinn allslaus í fjarlægu landi, þá „gekk hann í sig” og fann, að allt það, sem hann hafði treyst og glaðst við, hafði brugðist honum. Það er tómið í sálinni, sem fyrst gerir vart við sig. Og hann hugsar til daglaunamannanna hjá föður sínum, en jafnframt finnur hann til eigin óverðleika og fjarlægðar sinnar frá föður sínum. Hann er ekki lengur verður að heita sonur hans. Samt fellur hann ekki í örvæntingu. Hann vill fara og biðja um að mega vera eins og einn af daglauna- mönnunum. Og hann lætur ekki sitja við hugsunina eina saman. Hann tekur sig upp, fer til föður síns og ber fram játningu syndar sinnar, og biður hann ásjár, ekki sem sonur, heldur sem aumur þurfalingur. Þannig felur iðrunin, frá kristilegur sjónarmiði, í sér ekki aðeins viðurkenningu eigin syndar og það, „að sjá eftir” því sem gert er rangt, heldur einnig ákvörðun og framkvæmd þess, að snúa frá syndinni og leita til Guðs eftir styrk til að lifa nýju lífi (Sbr. 2. Kor. 7,10). Annars er ekki um sinnaskipti að ræða, hugarstefnubreytingu. í þessu orði (iðrun) er látið í ljós, að Jesús vill umskapa manninn einnig í tilfinningalífi hans; sterkari tilfinning, sársauki og blygðun iðrunarinnar reka á brott tilfinningar óhreinleikans, hatursins og kærleiksleysisins" (Weinel, Theo- logie 160). „Þekking syndarinnar og andúð gegn syndinni eru veigamikil atriði í því að koma yfirbótinni til leiðar. En yfirbótin fullkomnast fyrst þegar viljaákvörðunin bætist við þessi atriði, þannig að maðurinn snúi sér raunverulega frá syndinni“ (Wendt, bls. 494). Jóhannes leggur áherslu á þessa nýju byrjun með því að tala um endurfæðingu (Fæðingu að ofan: anoþen, 3,3). Minnir það orðalag á málvenjur launhelganna: „Ekkert hjálpræði án endurfæðingar“ (Poimandres, cit. FairWeather: Background of the Epistles, bls. 366, sbr. ibid. bls. 260). Og með því að nota hið tvíræða orð anoþen, er þar einnig látið í ljós, að þessi endurfæðing sé fæðing að ofan, fyrir guðlegan kraft. Þetta kemur og fram annars staðar í kenningu Jesú, meðal annars í orðum Jesú um það, að hann sé kominn til að kalla syndara (til iðrunar), (Mk. 2,17, cf. 5,32) og í sögunni um miklu kvöldmáltíðina (Lk. 14,16nn). „Menn knýja ekki fram iðrunina, menn verða gripnir af iðruninni. Menn upphugsa ekki Guð, heldur opinberar hann sig manninum. Það hefur komið yfir þann, sem hefur reynt það, hvernig sem það hefur komið“ (Weinel: Theologie 169. Sbr. Ró. 2,4; 2. Tím. 2,25). Það hefði mátt ætla um slíkt grundvallaratriði í afstöðu mannsins til Guðs sem iðrunin er, að hennar hefði gætt mjög mikið í kristilegri prédikun alla tíð. En það hefur þó verið misjafnt. í Nýja testamentinu er ekki mikið talað um iðrun eða að iðrast utan samstofna guðspjallanna og Postulasögunni þar sem það er mjög algengt. Ef til vill stafar það af því, 74
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.