Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 77
Sérkenni kristindómsins
að svo var litið á, að hinir kristnu gætu ekki syndgað, er þeir hefðu einu
sinni snúið sér (I. Jóh. 3,6,9; Hebr. 6,lnn, sbr. Ró. 6,6nn; 8,ln. en aftur
Fil. 2,12n). 1 Jóhannesar ritunum kemur metanoia og metanoein aldrei
fyrir. Hins vegar er það eðlilegt, að á þeim tímum, þegar heittrúaröldur
ganga yfir, sem leggja ríka áherslu á afstöðu einstaklingsins gangvart
Guði, þá er lögð rík áhersla á iðrun og afturhvarf (conversio) og ekki
verið eins metin að verðleikum hin hægfara stöðuga þróun, sem í flestum
tilfellum er hin eðlilega, að menn iðrist stöðugt og vaxandi, finni alltaf
þörfina að berjast gegn hinu lægra eðli sínu og láta hið góða fá
yfirhöndina.
Rétt mun vera að minnast á í þessu sambandi yfirbóta- og skriftakerfi
kaþólsku kirkjunnar, þótt það reyndar fræðilega séð eigi lítið skylt við
iðrun frá kristilegur sjónarmiði. Því þar yfirgnæfir alveg hið lagalega
viðhorf í afstöðu Guðs og manns, og allt leyst á lagalegum og jafnvel
viðskiptalegum grundvelli. Móti þessu reis Lúther, og lagði áherslu á
persónulega afstöðu mannsins til Guðs, og vakti þannig upp kröfu Jesú um
iðrun. En hann staðnæmdist þó við kenningu Páls um réttlætinguna, og
fyrir það sótti aftur í sama horfið í hinni orthodoxu Lútherstrú. Með
pietismanum vaknar á ný aukin áhersla á iðrun og afturhvarf, í
heittrúarformi, en í endurbættu kirkjunni í strangtrúarformi hjá
púrítönum.
Iðrunin er eins og áður er að vikið, grundvallaratriði í þeirri trú, sem
byggir á persónulegum samskiptum Guðs og manns. Hún er því ekki
sérstök fyrir kristnidóminn, en hins vegar er hún ómissandi einkenni þess
kristinsdóms, sem vill byggja á hinu nána sambandi Guðs og manns, sem
Jesús boðaði. Með tilfinningu þeirri fyrir óverðugleik manns, veikleika
hans og smæð gagnvart Guði (schlechtinnige Abhángigkeit), sem í henni
felst, er hún einn sterkasti þátturinn í allri sannri trúartilfinningu, og einn
hinn fyrsti: Og í kristindómnum er þessi tilfinning mjög sterk. Barry
segir um það: „Þannig er það að í návist Krists vita allir menn sig
syndara. Þeir mega gjarna halda fram að þeir séu sér ekki meðvitandi um
neina verulega rangbreytni. En hann kemur eins og sverðstunga inn að
hjartarótum lífsins, og tvístrar allri sjálfsánægju vorri og værukærð; ekki
aðeins til að láta oss iðrast eftir yfirsjónir vorar, heldur til að láta oss
blygðast vor yfir hinu besta“ (Op. cit. bls. 189). Þá næmu
syndatilfinningu vekur kristindómurinn með því að sýna manninum hina
háleitustu hugsjón, og framkvæmd hennar í hinni einstæðu persónu
Krists. Nú munum vér athuga það viðhorf milli Guðs og manns, sem upp
af iðruninni sprettur: trúna sjálfa.
b) Trú
Hér að framan er rætt nokkuð um uppruna og þróun guðstrúarinnar, og
verður það ekki endurtekið hér. Aftur verður gerð nokkur grein fyrir
því, hvernig afstaða mannsins til Guðs hefur birst sem trú í kristin-
dómnum.
75