Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 86
Bjöm Magnússon
komið betur og betur í ljós. Og nú er svo komið, að meðal þeirra manna,
sem ekki láta valdboð kirkjunnar eða ímyndaðs innblásturs biblíunnar í
heild ráða skoðunum sínum, þá hefur hún misst gildi sitt og meira að
segja sýnt sig sem ókristileg. „Ekkert hefur meir skyggt á mynd
þjáningarinnar fyrir aðra en hin grófa og raunar óandlega skýring, að
þjáning Jesú séu aðeins bætur til Guðs fyrir þá refsingu, sem hann ætti
annars með réttu að krefjast af mönnunum” (Aulén, Den allmánneliga
Kristna tron, bls. 204).
3. Hver er þá kenning Jesú um fyrirgefningu Guðs? Til þess að svara
því er rétt að líta á hin helstu ummæli hans um fyrirgefninguna. Má fyrst
nefna söguna um skulduga þjóninn (Mt. 18). Af henni sést, að Guð er
reiðubúinn að fyrirgefa mönnunum misgerðir þeirra, ef þeir vilja aðeins
fyrirgefa öðrum. Hið sama kemur fram í 5. bæninni í „Faðir vor” og í
orðunum, sem koma þar á eftir í fjallræðunni (Mt. 6,12.14), og í
hliðstæðum orðum í Mk (11,25). Einnig má sjá hið sama í fjallræðunni:
„skil gáfu þína þar eftir fyrir framan altarið og far burt, sæstu fyrst við
bróður þinn, og kom síðan og ber fram gáfu þína” (Mt. 5,24). Það virðist
því vera ófrávíkjanlegt skilyrði fyrirgefningar Guðs, að maðurinn vilji
sjálfur fyrirgefa öðrum mönnum. Og ef því skilyrði er ekki fullnægt,
verður maðurinn að gjalda alla skuld sína, til hins síðasta eyris (Mt. 5,26;
18,34n). Það er engum blöðum um það að fletta, að þessi er kenning Jesú.
En hitt virðist líka vera fólgið í orðum hans, að maðurinn hafi möguleika
til að greiða skuld sína. Og ekki þætti mér fjarri sanni, að einmitt í þessu
sambandi ættu orðin heima, sem hann sagði um ríka manninn: „Fyrir
mönnum er það ómögulegt, en ekki fyrir Guði; því að allt er mögulegt
fyrir Guði” (Mk. 10,27). Jafnvel til hins forhertasta getur fyrirgefningin
náð með því að vekja hjá honum samúð, sem er byrjandi fyrirgefning.
Besta heildarmynd af því, hvað Jesús kenndi um fyrirgefningu Guðs,
má fá af sögunni um glataða soninn. Þar sést líka samband iðrunar og
fyrirgefningar, sem ekki kemur annars skýrt í ljós. Vilji föðurins til að
taka á móti glataða syninum er ávallt fyrir hendi. Það er ekki um að ræða
neina reiði, neina móðgaða hátign, sem þurfi skaðabætur eða sáttargerð.
Hann hleypur á móti glataða syninum, strax þegar hann sér hann
álengdar, og fellur um háls honum áður en hann fái tóm til að tjá honum
óverðleik sinn eða stynja upp bæninni um að mega vera eins og einn af
daglaunamönnunum. Og hann hefur sett hann inn í sonarstöðuna á sömu
stundu, það er sem hann heyri ekki, að hann er að biðja um
daglaunavinnu. „Komið fljótt með hina bestu skikkju og færið hann í,
dragið hring á hönd honum og skó á fætur honum.” Það, sem hér kemur
fyrirgefningunni af stað, er iðrun sonarins, þ.e. ákvörðum hans og
framkvæmd að fara heim til föður síns og biðja hans ásjár.
Það gæti nú virst í fljótu bragði, sem ósamræmi væri milli þessarar
sögu og hinna fyrrtöldu ummæla um skilyrðin fyrir fyrirgefningunni, þar
sem hér er það iðrunin, en þar fyrirgefningarhugarfarið. En svo þarf þó
ekki að vera. Því hvort tveggja er runnið af sömu rótum. Hvort tveggja
er fólgið í því, að láta sjálfselskuna víkja, hinn þrönga sjónhring þess
84