Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Síða 86

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Síða 86
Bjöm Magnússon komið betur og betur í ljós. Og nú er svo komið, að meðal þeirra manna, sem ekki láta valdboð kirkjunnar eða ímyndaðs innblásturs biblíunnar í heild ráða skoðunum sínum, þá hefur hún misst gildi sitt og meira að segja sýnt sig sem ókristileg. „Ekkert hefur meir skyggt á mynd þjáningarinnar fyrir aðra en hin grófa og raunar óandlega skýring, að þjáning Jesú séu aðeins bætur til Guðs fyrir þá refsingu, sem hann ætti annars með réttu að krefjast af mönnunum” (Aulén, Den allmánneliga Kristna tron, bls. 204). 3. Hver er þá kenning Jesú um fyrirgefningu Guðs? Til þess að svara því er rétt að líta á hin helstu ummæli hans um fyrirgefninguna. Má fyrst nefna söguna um skulduga þjóninn (Mt. 18). Af henni sést, að Guð er reiðubúinn að fyrirgefa mönnunum misgerðir þeirra, ef þeir vilja aðeins fyrirgefa öðrum. Hið sama kemur fram í 5. bæninni í „Faðir vor” og í orðunum, sem koma þar á eftir í fjallræðunni (Mt. 6,12.14), og í hliðstæðum orðum í Mk (11,25). Einnig má sjá hið sama í fjallræðunni: „skil gáfu þína þar eftir fyrir framan altarið og far burt, sæstu fyrst við bróður þinn, og kom síðan og ber fram gáfu þína” (Mt. 5,24). Það virðist því vera ófrávíkjanlegt skilyrði fyrirgefningar Guðs, að maðurinn vilji sjálfur fyrirgefa öðrum mönnum. Og ef því skilyrði er ekki fullnægt, verður maðurinn að gjalda alla skuld sína, til hins síðasta eyris (Mt. 5,26; 18,34n). Það er engum blöðum um það að fletta, að þessi er kenning Jesú. En hitt virðist líka vera fólgið í orðum hans, að maðurinn hafi möguleika til að greiða skuld sína. Og ekki þætti mér fjarri sanni, að einmitt í þessu sambandi ættu orðin heima, sem hann sagði um ríka manninn: „Fyrir mönnum er það ómögulegt, en ekki fyrir Guði; því að allt er mögulegt fyrir Guði” (Mk. 10,27). Jafnvel til hins forhertasta getur fyrirgefningin náð með því að vekja hjá honum samúð, sem er byrjandi fyrirgefning. Besta heildarmynd af því, hvað Jesús kenndi um fyrirgefningu Guðs, má fá af sögunni um glataða soninn. Þar sést líka samband iðrunar og fyrirgefningar, sem ekki kemur annars skýrt í ljós. Vilji föðurins til að taka á móti glataða syninum er ávallt fyrir hendi. Það er ekki um að ræða neina reiði, neina móðgaða hátign, sem þurfi skaðabætur eða sáttargerð. Hann hleypur á móti glataða syninum, strax þegar hann sér hann álengdar, og fellur um háls honum áður en hann fái tóm til að tjá honum óverðleik sinn eða stynja upp bæninni um að mega vera eins og einn af daglaunamönnunum. Og hann hefur sett hann inn í sonarstöðuna á sömu stundu, það er sem hann heyri ekki, að hann er að biðja um daglaunavinnu. „Komið fljótt með hina bestu skikkju og færið hann í, dragið hring á hönd honum og skó á fætur honum.” Það, sem hér kemur fyrirgefningunni af stað, er iðrun sonarins, þ.e. ákvörðum hans og framkvæmd að fara heim til föður síns og biðja hans ásjár. Það gæti nú virst í fljótu bragði, sem ósamræmi væri milli þessarar sögu og hinna fyrrtöldu ummæla um skilyrðin fyrir fyrirgefningunni, þar sem hér er það iðrunin, en þar fyrirgefningarhugarfarið. En svo þarf þó ekki að vera. Því hvort tveggja er runnið af sömu rótum. Hvort tveggja er fólgið í því, að láta sjálfselskuna víkja, hinn þrönga sjónhring þess 84
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.