Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 101

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 101
Sérkenni kristindómsins heimsins. Og þeir benda á mörg siðaboð Jesú, sem ekki séu fram- kvæmanleg í mannlegu félagi. Skal hér ekki farið nánar út í þá röksemdafærslu, því að það verður gert á sínum stað, en aðeins bent á það, að þetta „bráðabirgðasiðgæði” (interimsetik) getur ekki samrýmst heildarsvipnum á boðskap Krists. „Það væri sannarlega afskræming að skýra trú Nýja testamentisins frá þessu sjónarmiði eingöngu, og útiloka hinar augljósu siðferðilegu og andlegu meginreglur sem sýna einkum frumleik þess og sem sígildi þess byggist á” (Alexander: Christianity and Ethics, 134n). Þessi skoðun hefur líka fengið kröftug mótmæli frægra vísindamanna svo sem Boussets og Titiusar, og hér skulu tilfærð fleiri dæmi því til stuðnings. Moffatt bendir á, að guðshugmynd Jesú geri „ómögulegt fyrir oss að trúa því, að kenning hans um skapgerð manns og hegðun hafi verið til bráðabirgða, og sett af grundvallarástæðum skör lægra en hinar eschatólógisku vonir um hið komandi ríki” (Theology, bls. 60). Newton Flew, í bók sinn: The Idea of Perfection in Christian Theology, telur átta atriði, sem hafi verið einkennandi fyrir guðsríkis- boðskap Jesú. Þau eru þessi: 1. Konungsstjórn Guðs táknar endanlegan sigur kærleikans. 2. Ríkið er er gefið mönnunum. 3. Það felur í sér samfélag einstakrar sálar við Guð. 4. Það felur í sér samfélag mannanna. 5. Það er fólgið í vexti. 6. Það er tengt við þennan heim. 7. Það er nálægt í Jesú sjálfum. 8. Konungsstjórn Guðs birtist á krossinum (bls. 13-38). Flestöll þessi atriði heyra til hinu siðferðilega sjónarmiði á guðsríkinu. En þau fela líka meira í sér, sem raunar samrýmist harla vel hinu siðferðilega sjónarmiði. Það er það, að guðsríkið er fólgið í nýju lífi, sem þróast. Það er nálægur veruleiki sem byrjandi veldi Guðs yfir mannssálunum, en þó takmark að keppa að sem fullkomnun þess veruleika, sem enn er óorðinn. „Kristilega skoðunin á lífinu og æðstu gæðum þess hvílir á þeirri grundvallarstaðreynd, sem Jesús boðaði, að guðsríki er ekki eitthvað alveg í framtíðinni, eða fjarri hluttöku vorri í því nú þegar, heldur raunverulegt afl og starfandi stjórn Guðs, sem þegar er hafin á jörðu, — ríki himnanna, sem vér getum nú gengið inn í, og sem býður með þegnrétti í því beina hluttöku í hinum æðstu gæðum og þátttöku í eilífu lífi þegar hér” (Smyth: Christian Ethics, 98). Guðsríkið er þannig bæði nálægt sem veruleiki og fjarlægt sem von. Og það er bæði siðferðileg fullkomnun og það innra líf sem nærir öll trúarbrögð og gefur þeim gildi sitt og tilverurétt. Það er meginatriði í boðskap Krists, og sem veruleiki grundvallandi í því lífsviðhorfi, sem er runnið frá honum og kallast kristindómur. Kjarni þess er lífið frá Guði, og mun það koma betur í ljós, er vér í næstu grein athugum það undir heitinu eilíft líf 3) Eilíft líf Eitt er það sjónarmið á guðsríkinu, sem er svo áberandi í sögu kristindómsins fyrr og síðar, að rétt þykir að athuga það alveg sérstaklega, enda bindur það í sér öll þau sjónarmið, sem hér hafa verið athuguð að framan. Það er að líta á guðsríkið sem eilíft líf. í 99
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.