Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 101
Sérkenni kristindómsins
heimsins. Og þeir benda á mörg siðaboð Jesú, sem ekki séu fram-
kvæmanleg í mannlegu félagi. Skal hér ekki farið nánar út í þá
röksemdafærslu, því að það verður gert á sínum stað, en aðeins bent á
það, að þetta „bráðabirgðasiðgæði” (interimsetik) getur ekki samrýmst
heildarsvipnum á boðskap Krists. „Það væri sannarlega afskræming að
skýra trú Nýja testamentisins frá þessu sjónarmiði eingöngu, og útiloka
hinar augljósu siðferðilegu og andlegu meginreglur sem sýna einkum
frumleik þess og sem sígildi þess byggist á” (Alexander: Christianity and
Ethics, 134n). Þessi skoðun hefur líka fengið kröftug mótmæli frægra
vísindamanna svo sem Boussets og Titiusar, og hér skulu tilfærð fleiri
dæmi því til stuðnings. Moffatt bendir á, að guðshugmynd Jesú geri
„ómögulegt fyrir oss að trúa því, að kenning hans um skapgerð manns og
hegðun hafi verið til bráðabirgða, og sett af grundvallarástæðum skör
lægra en hinar eschatólógisku vonir um hið komandi ríki” (Theology, bls.
60). Newton Flew, í bók sinn: The Idea of Perfection in Christian
Theology, telur átta atriði, sem hafi verið einkennandi fyrir guðsríkis-
boðskap Jesú. Þau eru þessi: 1. Konungsstjórn Guðs táknar endanlegan
sigur kærleikans. 2. Ríkið er er gefið mönnunum. 3. Það felur í sér
samfélag einstakrar sálar við Guð. 4. Það felur í sér samfélag mannanna.
5. Það er fólgið í vexti. 6. Það er tengt við þennan heim. 7. Það er nálægt
í Jesú sjálfum. 8. Konungsstjórn Guðs birtist á krossinum (bls. 13-38).
Flestöll þessi atriði heyra til hinu siðferðilega sjónarmiði á guðsríkinu. En
þau fela líka meira í sér, sem raunar samrýmist harla vel hinu
siðferðilega sjónarmiði. Það er það, að guðsríkið er fólgið í nýju lífi, sem
þróast. Það er nálægur veruleiki sem byrjandi veldi Guðs yfir
mannssálunum, en þó takmark að keppa að sem fullkomnun þess
veruleika, sem enn er óorðinn. „Kristilega skoðunin á lífinu og æðstu
gæðum þess hvílir á þeirri grundvallarstaðreynd, sem Jesús boðaði, að
guðsríki er ekki eitthvað alveg í framtíðinni, eða fjarri hluttöku vorri í
því nú þegar, heldur raunverulegt afl og starfandi stjórn Guðs, sem þegar
er hafin á jörðu, — ríki himnanna, sem vér getum nú gengið inn í, og
sem býður með þegnrétti í því beina hluttöku í hinum æðstu gæðum og
þátttöku í eilífu lífi þegar hér” (Smyth: Christian Ethics, 98).
Guðsríkið er þannig bæði nálægt sem veruleiki og fjarlægt sem von.
Og það er bæði siðferðileg fullkomnun og það innra líf sem nærir öll
trúarbrögð og gefur þeim gildi sitt og tilverurétt. Það er meginatriði í
boðskap Krists, og sem veruleiki grundvallandi í því lífsviðhorfi, sem er
runnið frá honum og kallast kristindómur. Kjarni þess er lífið frá Guði,
og mun það koma betur í ljós, er vér í næstu grein athugum það undir
heitinu eilíft líf
3) Eilíft líf
Eitt er það sjónarmið á guðsríkinu, sem er svo áberandi í sögu
kristindómsins fyrr og síðar, að rétt þykir að athuga það alveg
sérstaklega, enda bindur það í sér öll þau sjónarmið, sem hér hafa verið
athuguð að framan. Það er að líta á guðsríkið sem eilíft líf. í
99