Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Síða 102
Bjöm Magnússon
Jóhannesarritunum er þetta orð beinlínis notað í stað orðsins guðsríki, en
kemur einnig fyrir víðar í þeirri merkingu. Verður hér fyrst gerð grein
fyrir notkun orðsins í Nýja testamentinu, þá athuguð sérmerking, sem það
hefur sums staðar, að það tákni ódauðleika eða endalaust líf, og að lokum
vikið að hinni alhliða merkingu þess, sem líf frá Guði.
a) Guðsríki sem eilíft líf í ritum Nýja testamentisins
Orðið „eilíft líf‘ eða „lífið“ er notað á nokkrum stöðum í samstofna
guðspjöllunum í sömu merkingu og orðið guðsríki. Sést það með því að
bera saman Markúsarguðspjall 9,47 og versin 43 og 45, sem eru fyllilega
hliðstæð, en á einum staðnum er talað um að ganga til lífsins, en á hinum
að ganga í guðsríkið. Svipað er sambandið milli Matteusarguðspjall 25,34
og 46, þar sem talað er um að fara til eilífs lífs. í Markúsarguðspjall 10,
17 og 30 er talað um að erfa eilíft líf, en í v. 23nn er talað um að ganga
inn í guðsríki, og er þar auðsjáanlega átt við hið sama.
Þegar kemur til Jóhannesarritanna, þá skiptir alveg um málvenju, því
að þar er orðið eilíft líf alltaf notað í staðinn fyrir guðsríki, nema í
Jóhannesarguðspjalli 3,3 og 5, þar sem orðið guðsríki er notað. En orðið
eilíft líf er svo algengt í guðspjallinu, að segja má, að það hljóði allt um
það. Talað er um eilífa lífið sem núlegt í Jóhannesarguðspjalli (3,36; 5,24;
6,40 I. Jóh. 5,14: hafa eilíft líf: „ég gef þeim eilíft líf,” Jóh. 10,28; „vér
erum komnir yfir frá dauðanum til lífsins” I. Jóh. 3,14). Jesús er sá, sem
gefur lífið (Jóh. 10,10, 28) hann er sjálfur lífið (Jóh. 11,25), hann hefur
lífið í sér (Jóh. 1,4; 5,26, I. Jóh. 5,11). Hann er brauð lífsins (Jóh. 6,35),
hið lifandi brauð (Jóh. 6,51). Nokkrir staðir benda til eschatologisks
skilning á eilífa lífinu: Þeir, sem í gröfunum eru, munu ganga út til
uppskeru lífsins (Jóh. 5,28n. sbr. 6,40, 54). En hér er þó ekki um veru-
legt álitamál að ræða fyrir höfundinn. Hann væntir ekki endurkomu
Krists í skýjunum í mætti og dýrð, því að hann hefur þegar séð dýrð hans
(Jóh. 1,14, sbr. Moffatt: Theology of the Gospels, bls. 44n). Og orðin í
Jóhannesarguðspjalli 3,2 („Það er enn þá ekki orðið bert, hvað vér
munum verða ... þegar hann birtist, þá munum vér verða honum líkir”)
gera skýran greinarmun á lífinu sem hjálpræði, sem þegar er hlotið, og
því að sjá Krist og verða honum líkir við birtingu hans. Þau sýna einmitt,
að eilífa lífið er ekki bundið við síðustu úrslitin, heldur er það „réttlæti
og friður og fögnuður í heilögum anda”, eins og Páll segir um guðsríkið
(Ró. 14,17).
Á nokkrum stöðum utan guðspjallanna og I. Jóhannesarbréfi er talað
um eilíft líf, þar sem það virðist tákna hjálpræðið eða sælu þá sem í
guðsríki veitist. Talað er um þá, sem ætlaðir eru til eilífs lífs (Post.
13,48), og í hirðisbréfunum er talað um að höndla eilífa lífið eða hið
sanna líf (I. Tím. 6,12 og 19), og um von eilífs lífs (Tít. 1,2, 3,7, sbr.
Júd. 21,) en I. Pétursbréf talar um að Guð kalli til sinnar eilífu dýrðar
(5,10).
Hér virðist orðið því notað í svipaðri merkingu og í Jóhannesar-
ritunum.
100