Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Síða 102

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Síða 102
Bjöm Magnússon Jóhannesarritunum er þetta orð beinlínis notað í stað orðsins guðsríki, en kemur einnig fyrir víðar í þeirri merkingu. Verður hér fyrst gerð grein fyrir notkun orðsins í Nýja testamentinu, þá athuguð sérmerking, sem það hefur sums staðar, að það tákni ódauðleika eða endalaust líf, og að lokum vikið að hinni alhliða merkingu þess, sem líf frá Guði. a) Guðsríki sem eilíft líf í ritum Nýja testamentisins Orðið „eilíft líf‘ eða „lífið“ er notað á nokkrum stöðum í samstofna guðspjöllunum í sömu merkingu og orðið guðsríki. Sést það með því að bera saman Markúsarguðspjall 9,47 og versin 43 og 45, sem eru fyllilega hliðstæð, en á einum staðnum er talað um að ganga til lífsins, en á hinum að ganga í guðsríkið. Svipað er sambandið milli Matteusarguðspjall 25,34 og 46, þar sem talað er um að fara til eilífs lífs. í Markúsarguðspjall 10, 17 og 30 er talað um að erfa eilíft líf, en í v. 23nn er talað um að ganga inn í guðsríki, og er þar auðsjáanlega átt við hið sama. Þegar kemur til Jóhannesarritanna, þá skiptir alveg um málvenju, því að þar er orðið eilíft líf alltaf notað í staðinn fyrir guðsríki, nema í Jóhannesarguðspjalli 3,3 og 5, þar sem orðið guðsríki er notað. En orðið eilíft líf er svo algengt í guðspjallinu, að segja má, að það hljóði allt um það. Talað er um eilífa lífið sem núlegt í Jóhannesarguðspjalli (3,36; 5,24; 6,40 I. Jóh. 5,14: hafa eilíft líf: „ég gef þeim eilíft líf,” Jóh. 10,28; „vér erum komnir yfir frá dauðanum til lífsins” I. Jóh. 3,14). Jesús er sá, sem gefur lífið (Jóh. 10,10, 28) hann er sjálfur lífið (Jóh. 11,25), hann hefur lífið í sér (Jóh. 1,4; 5,26, I. Jóh. 5,11). Hann er brauð lífsins (Jóh. 6,35), hið lifandi brauð (Jóh. 6,51). Nokkrir staðir benda til eschatologisks skilning á eilífa lífinu: Þeir, sem í gröfunum eru, munu ganga út til uppskeru lífsins (Jóh. 5,28n. sbr. 6,40, 54). En hér er þó ekki um veru- legt álitamál að ræða fyrir höfundinn. Hann væntir ekki endurkomu Krists í skýjunum í mætti og dýrð, því að hann hefur þegar séð dýrð hans (Jóh. 1,14, sbr. Moffatt: Theology of the Gospels, bls. 44n). Og orðin í Jóhannesarguðspjalli 3,2 („Það er enn þá ekki orðið bert, hvað vér munum verða ... þegar hann birtist, þá munum vér verða honum líkir”) gera skýran greinarmun á lífinu sem hjálpræði, sem þegar er hlotið, og því að sjá Krist og verða honum líkir við birtingu hans. Þau sýna einmitt, að eilífa lífið er ekki bundið við síðustu úrslitin, heldur er það „réttlæti og friður og fögnuður í heilögum anda”, eins og Páll segir um guðsríkið (Ró. 14,17). Á nokkrum stöðum utan guðspjallanna og I. Jóhannesarbréfi er talað um eilíft líf, þar sem það virðist tákna hjálpræðið eða sælu þá sem í guðsríki veitist. Talað er um þá, sem ætlaðir eru til eilífs lífs (Post. 13,48), og í hirðisbréfunum er talað um að höndla eilífa lífið eða hið sanna líf (I. Tím. 6,12 og 19), og um von eilífs lífs (Tít. 1,2, 3,7, sbr. Júd. 21,) en I. Pétursbréf talar um að Guð kalli til sinnar eilífu dýrðar (5,10). Hér virðist orðið því notað í svipaðri merkingu og í Jóhannesar- ritunum. 100
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.