Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 114
Bjöm Magnússon
Eimreiðinni 1935-^36), og ekki síst í spíritismanum, sem bæði hefur lagt
stund á andlegar lækningar, eins og nú er orðið allkunnugt hér á landi, og
á „uppbyggingu” og „spádómsgáfu”, svo að notuð séu orð Páls um þá
hluti. En margir þeir sem gerst hafa rannsakað hin spíritisku fyrirbrigði,
hafa komist að raun um, að þau væru sama eðlis og fyrirbrigði frum-
kristninnar, sem tengd eru við andagáfumar. Læt ég mér nægja að benda
á ritgerð próf. Haralds Níelssonar: „Eitt af vandamálum Nýja testamentís-
skýringarinnar” í bók hans: Kristur og kirkjukenningarnar. Hann segir
þar: „Eg er sannfærður um, að Nýja testamentísskýringin á á að leita sér
fræðslu í þessum efnum hjá sálarrannsóknarmönnum þeim sem lengst em
komnir í þekkingu á þeim hlutum, lengst hafa rannsakað og hleypi-
dómalausast” (bls. 92). Hann vitnar ennfremur á sömu bls. í ummæli
Martensen-Larsens í bók hans: Spiritismens Blœndværk og Sjæledybets
Gaader: „Samstæðilega guðfræðin fær nýtt umhugsunarefni út af öðrum
eins atriðum eins og spádómsgáfu, „Kristologi”, sambandi milli trúar og
þekkingar, og kenningunni um dauða og dánarheima.” Þannig geta jafnvel
þeir, sem telja spírtismann vera „Blændværk”, fundið í honum nýja
starfsemi andans til uppbyggingar.
Andagáfurnar í hinni þrengri merkingu, sem við höfum rætt þær í hér
að framan, voru svo mikill þáttur í lífi Jesú og frumkristninnar, að það
væri harla ófullkominn lýsing á verkum andans í kristíndómnum, ef
þeirra væri að engu getið. „En kirkjan hefur lagt þessa hlið postula-
starfseminnar niður, ég held af því, að hún hefur misst skilning á
náðargáfunum” (H.N. op.cit.94). En ef kristindómur er skilinn í þeirri
merkingu, sem skilgreiningin í inngangi þessarar ritgerðar gerir, sem trú
Jesú Krists, þá eru þær sígildur þáttur í kristindómnum, og má dæma um
hæfni hans til að uppfylla ætlunarverk sitt eftir því hve ríkulega þær
birtast í lífi fylgjenda hans. Þær eru þannig bæði mælikvarði á hæfni hans
og hvöt til að keppa að vaxtartakmarki kristsfyllingarinnar: að fyllast
anda hans.
b) Helgunin
Að undanförnu hefur verið rætt um þær verkanir andans, sem ég hef
nefnt hinar ytri: hinar sérstöku náðargáfur, sem veitast þeim, sem til þess
eru hæfir. Nú mun ég snúa mér að hinum innri verkunum, sem um leið
eru almennari, þeirri þróun sálarlífsins til samræmis við vilja og tilgang
Guðs, sem ég nefni hér einu nafni helgunina.
Orðið helgun er notað í Nýja testamentinu og einmitt í þessari
siðferðilegu merkingu: sköpun nýs lífs að vilja Guðs (I.Kor. 6,11, sbr. I.
Þess. 5,23, 4,3,1. Pét. 1,15). Og það er hinn heilagi andi Guðs og Krists,
sem kemur henni til leiðar (I. Kor. 1,2). Eins og orðið heilagur hefur í
Nýja testamentinu bæði trúarlega og siðferðilega merkingu, eins er
helgunin fólgin ekki aðeins í því, að vera settur í samband við
guðdóminn, heldur ekki síður í því, að öðlast hina siðferðilegu eiginleika
hans. Hún er fólgin í því að leggja af, fyrir samfélag sitt við Jesú í
andanum, hinn gama mann, sem spilltur er af tælandi girndum, og
112