Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 125

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 125
Sérkenni kristindómsins trúir á hann, treystir honum og elskar hann, sem hinn himneska föður, ber hann óskir sínar fram fyrir hann, jafnvel hinar smávægilegustu, og ef hann er heill og einlægur í bæn sinni þá er bænin verk Guðs, því að það er Guð, sem með elsku sinni og föðureðli laðar fram hið sannasta og besta í mannssálinni. „Vér elskum, því hann elskaði oss að fyrra bragði” (Jóh. 4,19). „Að biðja þýðir ekki að vilja tala við Guð, heldur að mega og hljóta að tala við Guð. Það er miklu fremur andsvar en spurning: Aðeins fyrir það, að Guð hefur talað til vor, höfum vér hug til að tala við hann, já erum vér yfirleitt slíkir að vér getum talað við Guð” (RGG.II.895). „Guð verður á undan manninum, er hann biður. Hann, en ekki maðurinn byrjar bænasambandið. Guðsleit og guðsþrá biðjandans er aðeins verkun hinnar guðlegu elsku, sem dregur manninn að sér eins og segulnálin járnið” (Heiler: S.S.Singh, bls. 88). Einnig hér sjáum vér að það er náð Guðs, hin hreina, óverðskuldaða, sjálfkrafa elska Guðs, sem er upphaf elsku vorrar, trúar vorrar, iðrunar vorrar, fyrirgefningar vorrar, bænar vorrar, en sjálf bænin er „lykill að drottins náð”. Þar er maðurinnn móttækur par excellence, og náð Guðs, sem alltaf stendur til boða, fær aðgang að honum, veitir honum kraft, nýtt fjör, nýtt líf. Verknaður mannsins er móttaka: Kom þú. Verknaður Guðs er gjöf guðlegs kraftar, allt, hann sjálfur: Ég kem (sbr. Op. 22,20). Það er réttmætt að tala um samtal eða samskipti, þar sem hér er um tvo aðila að ræða: manninn, sem biðjandi og móttakandi, Guð, sem heyrandi (sem vitanlega er líkingamál) og veitandi. Og samtal er réttmætt að nefna það, þar sem tal er sú athöfn, að skiptast á hugsunum, andlegum áhrifum. Og í bæninni er einmitt eingöngu um andleg samskipti að ræða. Guð er andi, og þeir, sem tilbiðja hann, eiga að tilbiðja hann í anda og sannleika, sem raunar táknar samkvæmt málvenju Jóhannesar hið sama (sbr. Schriften d.N.tm. IV, bls. 77). Samskiptin liggja utan sviðs hins venjulega skynheims, á sviði hins andlega lífs. Samtal er því að því leyti líkingamál, að venjulega er ekki um að ræða tal með orðum eða rómi nema af hálfu mannsins. Þó er ekki fyrir það að synja, að margir hafa talið sig fá beint svar í orðum við bæn sinni, og tileinkað það Guði (dulheyrn, dulskynjun). Eru jafnvel þess dæmi í Nýja testamentinu (Jesús, Jóh. 12,27n, jafnvel þó ekki sé byggt á þeim stað sem sögulegri heimild, sem engan veginn er útilokað, þá sýnir hann þó allténd þá trú, að slíkt væri mögulegt, enda þótt „fólkið” sé látið vera vantrúað á, að það væri rödd Guðs, heldur væri það engill eða jafnvel þruma, Páll, II. Kor. 12,8n), og hliðstæð dæmi mun mega finna frá öllum tímum („þér verðið að ganga inn í kyrrðina og biðja þar aleinir til Krists, þá munuð þér heyra rödd hans, það eitt getur hjálpað yður” (S.S.Singh, cit. Heiler: S.S.S. bls. 80). En samtalið getur verið án orða af beggja hálfu, aðeins hugsun, þrá eða móttækileiki af hálfu mannsins, og veiting styrks eða huggunar eða friðar af hálfu Guðs. Og sú bæn er gjarnan sönn bæn í anda, þar sem hún er eingöngu fólgin í andlegum samskiptum, án nokkurrar efnislegrar milligöngu á nokkurn hátt. 123
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.