Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 127

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 127
Sérkenni kristindómsins við Guð, er tvennt í senn: Ávöxtur þess, að menn eiga hina sameiginlegu reynslu kærleika Guðs, er knýr þá til að sameinast í leitinni eftir að nálgast hann og öðlast frá honum kraft og frið, og grundvöllurinn undir því, að um samfélag um trúarleg atriði geti verið að ræða. Sambænin er hið eina sameignartákn kristinna manna, sem ekki er þvingað eða ósatt (Sbr. RGG. II, 894: „Sá möguleiki að biðja saman, og aðeins hann, er undirstaða undir trúarlegu samfélagi manna,” og I. 873: „Játning, sem ekki er á einhvern hátt hægt að biðja, þarf við ýtrustu varfærni einnig í notkun safnaðarins: ... í þessum skilningi er „faðirvorið” „hin kirkju- legasta af öllum kirkjulegum játningum.” Og ennfremur „Strauma”, II. árg. bls. 9.: „Allsherjar játning fyrir kirkjuna ætti engin að vera nema bænin dýrlega, sem Jesús gaf okkur: Faðir vor” (Magnús Jónsson). c) Samlíf við Guð Vér sjáum af þessum undangengnu athugunum, að bænin er í innsta eðli sínu samlíf við Guð. Þótt hún eftir hinni einföldustu skýrgreiningu sé samtal við Guð, þá verður ljóst, þegar athugað er hvernig þau samskipti fara fram í bæninni, að þar er um að ræða hræringar lífsins sjálfs. Það er hið dýpsta í manninum, bæði sem einstaklingi og heild, sem kemur fram í bæninni og leitar sambands við uppsprettu sína. Sem samlíf við Guð stendur bænin jafnfætis öðrum meginþáttum trúarlífsins, traustinu og kærleikanum. Hún er undirstaða traustsins, með því að hún veitir sífellt nýja reynslu hins himneska föður, og hún eflir kærleikann, þar sem hann verður heitari og ákveðnari fyrir stöðug samskipti við föður kærleikans. En aftur er bænin sjálf nærð af traustinu og kærleikanum, því einmitt fyrir sakir þess, að Guð er máttugur og góður, og brot af kærleika hans er í mönnunum sjálfum, fá þeir hvöt til að nálgast hann og opna sig fyrir krafti hans. Bænin er þannig, frá kristilegu sjónarmið séð, þ.e.a.s. dæmd út frá anda Krists, fyrst og fremst móttaka kraftar frá Guði. Skilyrði til þess að maðurinn geti beðið á þann hátt er hið sama og fyrir því að maðurinn sé hæfur til guðsríkisins, eða geti orðið aðnjótandi fyrirgefningar Guðs og náðar, því að bænin er einmitt sérstök móttaka mannsins við þessum gæðum. Það er m.ö.o. það, að maðurinn iðrist: fínni til óverðleika síns og fjarlægðar frá tilgangi sínum, finni til fánýtis þeirra hluta, sem leiða frá Guði, og hafi einlæga þrá og starffúsan vilja til að gera vilja Guðs og nálgast það takmark, sem Guð hefur sett manninum. Það er sama, sem Jesús kallar auðmýkt. „Auðmýkt hefur verið misskilin eða misskýrð af andstæðingum kristindómsins á öllum öldum. Hún þýðir: hreinn móttækileiki” (Inge, Ethics, bls. 55). Það er og sama, sem Jesús kallaði í fjallræðunni að vera fátækur í anda. Þess vegna gat tollheimtumaðurinn í musterinu beðið svo, að hann fór réttlættur heim til sín, af því hann var laus við þá sjálfsánægju og þann hroka, sem lokar öðrum leiðina til þess að geta beðið eins og barnið, sem engu treystir nema skilyrðislausum kærleika og getu föður síns. „Tilbeiðsla hins heilaga Guðs bjargar sálinni
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.