Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Síða 127
Sérkenni kristindómsins
við Guð, er tvennt í senn: Ávöxtur þess, að menn eiga hina sameiginlegu
reynslu kærleika Guðs, er knýr þá til að sameinast í leitinni eftir að
nálgast hann og öðlast frá honum kraft og frið, og grundvöllurinn undir
því, að um samfélag um trúarleg atriði geti verið að ræða. Sambænin er
hið eina sameignartákn kristinna manna, sem ekki er þvingað eða ósatt
(Sbr. RGG. II, 894: „Sá möguleiki að biðja saman, og aðeins hann, er
undirstaða undir trúarlegu samfélagi manna,” og I. 873: „Játning, sem
ekki er á einhvern hátt hægt að biðja, þarf við ýtrustu varfærni einnig í
notkun safnaðarins: ... í þessum skilningi er „faðirvorið” „hin kirkju-
legasta af öllum kirkjulegum játningum.” Og ennfremur „Strauma”, II.
árg. bls. 9.: „Allsherjar játning fyrir kirkjuna ætti engin að vera nema
bænin dýrlega, sem Jesús gaf okkur: Faðir vor” (Magnús Jónsson).
c) Samlíf við Guð
Vér sjáum af þessum undangengnu athugunum, að bænin er í innsta eðli
sínu samlíf við Guð. Þótt hún eftir hinni einföldustu skýrgreiningu sé
samtal við Guð, þá verður ljóst, þegar athugað er hvernig þau samskipti
fara fram í bæninni, að þar er um að ræða hræringar lífsins sjálfs. Það er
hið dýpsta í manninum, bæði sem einstaklingi og heild, sem kemur fram í
bæninni og leitar sambands við uppsprettu sína. Sem samlíf við Guð
stendur bænin jafnfætis öðrum meginþáttum trúarlífsins, traustinu og
kærleikanum. Hún er undirstaða traustsins, með því að hún veitir sífellt
nýja reynslu hins himneska föður, og hún eflir kærleikann, þar sem hann
verður heitari og ákveðnari fyrir stöðug samskipti við föður kærleikans.
En aftur er bænin sjálf nærð af traustinu og kærleikanum, því einmitt
fyrir sakir þess, að Guð er máttugur og góður, og brot af kærleika hans
er í mönnunum sjálfum, fá þeir hvöt til að nálgast hann og opna sig fyrir
krafti hans.
Bænin er þannig, frá kristilegu sjónarmið séð, þ.e.a.s. dæmd út frá
anda Krists, fyrst og fremst móttaka kraftar frá Guði. Skilyrði til þess að
maðurinn geti beðið á þann hátt er hið sama og fyrir því að maðurinn sé
hæfur til guðsríkisins, eða geti orðið aðnjótandi fyrirgefningar Guðs og
náðar, því að bænin er einmitt sérstök móttaka mannsins við þessum
gæðum. Það er m.ö.o. það, að maðurinn iðrist: fínni til óverðleika síns og
fjarlægðar frá tilgangi sínum, finni til fánýtis þeirra hluta, sem leiða frá
Guði, og hafi einlæga þrá og starffúsan vilja til að gera vilja Guðs og
nálgast það takmark, sem Guð hefur sett manninum. Það er sama, sem
Jesús kallar auðmýkt. „Auðmýkt hefur verið misskilin eða misskýrð af
andstæðingum kristindómsins á öllum öldum. Hún þýðir: hreinn
móttækileiki” (Inge, Ethics, bls. 55). Það er og sama, sem Jesús kallaði í
fjallræðunni að vera fátækur í anda. Þess vegna gat tollheimtumaðurinn í
musterinu beðið svo, að hann fór réttlættur heim til sín, af því hann var
laus við þá sjálfsánægju og þann hroka, sem lokar öðrum leiðina til þess
að geta beðið eins og barnið, sem engu treystir nema skilyrðislausum
kærleika og getu föður síns. „Tilbeiðsla hins heilaga Guðs bjargar sálinni