Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Qupperneq 136
Bjöm Magnússon
setning, sem kenningin um consilia evangelica er byggð á (Sbr. Schriften
d. N. tm, I. bls. 344).
Mótbára þeirra, sem byggja á hinum exchatologiska skilningi á Jesú, er
alvarlegri. En um hana má bæði segja það, að fræðimenn greinir mjög á
um réttmæti þess skilnings, og er að því vikið fyrr í þessu máli, og hins
vegar yrði sú mynd, sem vér fáum með henni af siðakröfum Jesú alls-
ófullnægjandi eftir því, sem vér lærum annars um hann í guðspjöllunum.
„Að grundvalla siðareglur hans á „bráðabirgðasiðfræði”, sem löguð væri
eftir heimi, sem er að farast, er að „afbaka sjónhring kenningar hans og
að svifta hana samhengi hennar og dýpt” (Alexander: Ethics, bls. 246).
„Getgáta Schweitzers gerir Krist að sálfræðilegri óhemju og skapgerð
hans að óleysanlegri gátu” (Inge, Ethics, bls. 26). Siðgæði, sem aðeins
væri ætlað fáum útvöldum undir hinum sérstöku kringumstæðum nálægra
heimsslita, getur alls ekki samrýmst megin-stefnu kenningar Jesú. Jesús
var alls enginn meinlætamaður eða svartsýnn heimsflóttamaður, (sbr. Mt.
ll,16nn, Mk. 2,18nnn, 3,lnn, 7,lnn. o.v.) og siðgæðiskröfur hans eru
miðaðar við ástand heimsins eins og hann er, með erfiðleikum hans og
möguleikum. Um allar þessar mótbárur má segja með orðum Stanley
Jones: „Fjallræðan getur virst óframkvæmanleg, en aðeins á vorum verstu
augnablikum. Á æðstu augnablikum vorum — það er, þegar vér erum
raunverulega vér sjálfir — finnum vér, að allt annað er ótrúlega
ómögulegt, fjarstæða. Þegar vér öðlumst þessa innsýn, erum vér þess
meðvitandi hið innra með oss, að það er framsýni” (Christ of the Mount,
bls. 15).
b) Hugsjónin
Þetta sést betur, þegar athuguð er sú hugsjón, sem siðakröfur Jesú
byggjast á. I skemmstu máli má tákna þá hugsjón með einu orði: líf.
Jóhannesarguðspjall flytur skýra mynd af anda kenningar Jesú í orðunum:
„Ég er kominn til þess að þeir hafi líf og hafi nægtir” (10,10). Hann
elskaði lífið, og öll verk hans miðuðu að því að glæða lífið, efla það og
fegra. Þessa hugsjón setti hann fram í upphafi starfs síns í samkundu-
húsinu í Nasaret, er hann las upp úr spádómsbók Jesaja orðin: „Andi
drottins er yfir mér, af því að hann hefur smurt mig, til að flytja fátækum
gleðilegan boðskap; hann hefur sent mig, til að boða bandingjum lausn og
blindum, að þeir skuli aftur fá sýn, til að láta þjáða lausa, til að kunngjöra
hið þóknanlega ár drottins” (Lk. 4,18nn). Þessa hugsjón sýndi hann í
verki í daglegri starfsemi sinni; lýsingin á starfsdegi hans í Kapernaum er
gott dæmi þess (Mk. l,21nn). Þetta hið sama var það, sem hann vísaði
Jóhannesi til, þegar hann sendi til hans úr fangelsinu til að spyrja um hver
hann væri, hin lífeflandi miskunnarverk (Mt. ll,2nn). Þau voru það og,
sem hann fól lærisveinum sínum á ferðum þeirra (Mt. 10,7nn). Þetta var
guðsríkið, mitt á meðal manna, og hið innra í þeim, því að innan frá
skyldi það koma, sjálfkrafa, þannig að hin vinstri hönd vissi ekki hvað sú
hægri gerði. Það er hinn altæki kærleikur, hinn skilyrðislausi, sem er
ríkjandi afl hinnar lífgandi starfsemi. Það er sá kærleikur, sem er sama
134