Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Síða 138

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Síða 138
Bjöm Magnússon 3) Nýtt líf Siðgæðishugsjón Jesú er líf, en ekki líf í hvaða formi sem vera skal, eins og skýrt kemur fram í því, sem hér hefur verið sagt að framan. Lífið, sem Jesús boðaði, var nýtt líf. „Gjörið iðrun” var fyrsta krafa hans, sem guðspjöllin greina ífá (Mk. 1,15). Glataði sonurinn gekk í sig, tók sig upp og fór til föður síns. „Nema þér snúið við og verðið eins og börnin (Mt. 18,3). „Þér hafi heyrt, að sagt var, ... en ég segi yður” (Mt. 5). „Eftir öllu þessu sækjast heiðingjarnir ... En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis þess” (Mt. 6,32n). Öll þessi ummæli benda til þess, að það var nýtt siðgæði, sem hann boðaði, nýtt líf, sem birtist í nýju réttlæti. Það er réttlæti guðsríkisins. Að vísu mun vafasamt að Jesús hafi sjálfur notað orðið réttlæti í kenningu sinni, því að það finnst aðeins í Matteusar- guðspjalli, og virðist alls staðar vera viðbót (sbr. t.d. Mt. 6,33 og Lk. 12,31, Weinel: Theologie, bls. 94n). En Matteus hefur þá a.m.k. fest orðið í kristilegri málvenju, og hvergi kemur skarpar í ljós munurinn milli hins gamla og nýja siðgæðis, en í orðum hans: „Ef réttlæti yðar tekur ekki langt fram réttlæti fræðimannanna og Faríseanna, komist þér alls ekki inn í himnaríki” (5,20). Sá reginmunur, sem er á réttlæti guðsríkisins og réttlæti „fræði- mannanna og Faríseanna” siðgæði gamla tímans, er fólginn í því, að siðgæði gamla tímans er þvingað fram af ytri boðum, sem menn fylgja af ótta eða venju eða hlýðni við hið gamla eða til að viðhalda hinu ytra skipulagi mannfélagsins, en eiga enga innri stoð í skapgerð mannsins eða vilja, heldur finnur hann til þeirra sem þvingandi hafta, er hindra frjálsa breytni hans, og hann vill stöðugt vera laus við. En siðgæði guðsríkisins er fólgið í frjálsri breytni eftir vilja Guðs, af því að maðurinn hefur gert vilja hans að sínum vilja „krossfest holdið með ástríðum þess og girndum” (Gal. 5,24), er orðinn ný skepna, og lætur guðsandann stjórna öllum gerðum sínum (sbr. II. Kor. 5,17). Siðgæði hans kemur innan frá, sem ávöxtur hins hreina hugarfars. „Hugsjón Faríseanna er maðurinn, „sem hugsar um lögmálið nótt og dag.” Hugsjón Jesú er hjarta, sem er al- hreint” (Weinel: Theologie, bls. 79). Siðgæði gamla tímans er hin smásálarlega fylgd við bókstafinn, án þess að skeyta um þann anda, sem að baki liggur. Þeir, sem því fylgja, eru því hræsnarar, sem sía mýfluguna, en svelgja úlfaldann, gjalda tíund af hverjum smámunum, en skeyta ekki um það, sem mikilverðast er í lögmálinu: réttvísina og miskunnsemina og trúmennskuna (Mt. 23,23n, sbr. Lk. 11,42). Þeir beita enda brögðum og rökkrókum til að komast í kring um það að uppfylla boðorðin (Mk. 7,6nn). En það er hugarfarið, sem allt veltur á. Innan frá koma hinar vondu hugsanir, sem brjótast út í hatri eða munaðarlífi eða hræsni. Það kemur ljóst fram í dæmunum, sem fjallræðan flytur um hið nýja siðgæði, samanborið við hin gömlu boðorð (Mt.5,21-48). Þar er alls staðar dæmt út frá því hugarfari, sem leiðir til lögmálsbrota. Hér ber því að sama brunni og áður, að þar er hreinleiki hugarfarsins, sem er grundvöllurinn undir siðgæði guðsríkisins. 136
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.