Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 139

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 139
Sérkenni kristindómsins En það er annað, sem líka kemur í ljós við þessa athugun, sem sumum hefur þótt erfitt að samrýma þessari niðurstöðu, en er þó raunar í fullu samræmi við hana. Það er afstaða Jesú til hins gamla lögmáls, lögmál Gyðinga. Jesús segir hvergi, að hann sé kominn til að flytja nýtt lögmál, enda gerði hann það ekki. Þegar hann er spurður um, hver séu skilyrðin fyrir að eignast eilíft líf, þá svarar hann með því að benda á hin gömlu boðorð: „Hvað er skrifað í lögmálinu?” (Lk. 10,27nn). „Þú þekkir boðorðin” (Mk. 10,19). Hann bendir að vísu á, að tvöfalda kærleiks- boðorðið og gullna reglan séu inntak alls lögmálsins og spámannanna, meira virði en allar brennifórnir og sláturfórnir (Mk. 12,29nn, Mt. 7,12). Hann minnir á orð spámannins: „Miskunnsemi þrái ég, en ekki fóm” (Mt. 9,13, 12,7, Hós. 6,6), og gerir þannig greinarmun á því, sem í lögmálinu er boðið. Afstaða hans gagnvart fyrirmælum lögmálsins um föstur, hreinsanir og hvíldardaga er og augljós: gagnvart þeim stendur hann fyllilega frjáls og óháður (Mk. 2,18.-3,6, 7,lnn). „Menn mega fremja helgisiðina — honum em þeir óviðkomandi. Það er ekki heldur vilji Guðs, að vegna þeirra sé nokkurt kærleiksverk vanrækt eða nokkur líði lengur fyrir þá” (Weinel, Theologie, bls. 98). En sjálfur kjarni lögmálsins er hinn sami, hann er óbreytanlegur, því hann er opinberun vilja Guðs sjálfs. En hvernig fer þá með „smástafinn og stafkrókinn”? (Mt. 5,18). Þau orð hafa lengi verið þeim örðugur ljár í þúfu, sem reynt hafa að samræma þau orð öðm í kenningu Jesú og framkomu. Nú er það að vísu alls ekki sjálfsagt, að slík samræming sé nauðsynleg. , Jesús var spámaður, en ekki heimspekingur, og í sjálfu sér er enginn ástæða til að búast við, að ekki finnist nein orð eftir hann, sem rekast hvor á önnur. En nú vill svo til, að hér þarf ekki svo að vera. Jesús segist ekki vera kominn til að niðurbrjóta lögmálið og spámennina, heldur til þess að uppfylla. Það em einmitt dæmi þess, sem ég hef rætt hér á undan, er sýna, hvernig gömlu boðorðin fá í kenningu hans fyllra gildi, dýpkuð að inntaki og víðtaki. Með því að dæma út frá hugarfarinu, gefur hann hinum gömlu boðorðum nýja fyllingu. Þannig em þau sígild, en missa þó það þvingandi vald, sem þau höfðu í gamla tímanum, því að þau em orðin mannsins eiginleg eign, hluti af honum sjálfum. Fyrir þeim, sem hafa eignast hið nýja gildismat guðsríkisins, er þannig lögmálið fallið úr gildi sem ytra valdboð: „Tyftari til Krists” (Gal. 3,24, sbr. v. 23, 4,4n). Þeir hafa í þess stað „lögmál lífsins anda” (Ró. 8,1) í eigin brjósti. Smástafirnir og stafkrókarnir eru ekki lengur bindandi fyrir þá, því að fyrir þeim er „allt komið fram”: þeir eru þegar í guðsríkinu, þeir em hinir fátæku í anda, sem sæluboðanirnar hafa ræst á. Það er skilyrðið: Uns allt er komið fram, sem þeim virðist sjást yfir, sem eiga örðugt með að samræma þessi orð afstöðu Jesú til lögmálsins. En það ríður baggamuninn, og einnig þar hefur Matteus hitt á að tjá rétt anda meistarans, þegar hann bætti þeim orðum við (sbr. Lk. 16,17). Þeir, sem enn finna sig bundna af hinu ytra lögmáli, og finna til þess sem þvingandi hafta, þeir geta ekki að skaðlausu brotist undan því. Hver smástafur, sem fyrir þeim hefur gildi sem opinbemn guðslegs vilja, er um leið bindandi fyrir þá. Þetta þýðir, að 137
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.