Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 139
Sérkenni kristindómsins
En það er annað, sem líka kemur í ljós við þessa athugun, sem sumum
hefur þótt erfitt að samrýma þessari niðurstöðu, en er þó raunar í fullu
samræmi við hana. Það er afstaða Jesú til hins gamla lögmáls, lögmál
Gyðinga. Jesús segir hvergi, að hann sé kominn til að flytja nýtt lögmál,
enda gerði hann það ekki. Þegar hann er spurður um, hver séu skilyrðin
fyrir að eignast eilíft líf, þá svarar hann með því að benda á hin gömlu
boðorð: „Hvað er skrifað í lögmálinu?” (Lk. 10,27nn). „Þú þekkir
boðorðin” (Mk. 10,19). Hann bendir að vísu á, að tvöfalda kærleiks-
boðorðið og gullna reglan séu inntak alls lögmálsins og spámannanna,
meira virði en allar brennifórnir og sláturfórnir (Mk. 12,29nn, Mt.
7,12). Hann minnir á orð spámannins: „Miskunnsemi þrái ég, en ekki
fóm” (Mt. 9,13, 12,7, Hós. 6,6), og gerir þannig greinarmun á því, sem í
lögmálinu er boðið. Afstaða hans gagnvart fyrirmælum lögmálsins um
föstur, hreinsanir og hvíldardaga er og augljós: gagnvart þeim stendur
hann fyllilega frjáls og óháður (Mk. 2,18.-3,6, 7,lnn). „Menn mega
fremja helgisiðina — honum em þeir óviðkomandi. Það er ekki heldur
vilji Guðs, að vegna þeirra sé nokkurt kærleiksverk vanrækt eða nokkur
líði lengur fyrir þá” (Weinel, Theologie, bls. 98). En sjálfur kjarni
lögmálsins er hinn sami, hann er óbreytanlegur, því hann er opinberun
vilja Guðs sjálfs. En hvernig fer þá með „smástafinn og stafkrókinn”?
(Mt. 5,18). Þau orð hafa lengi verið þeim örðugur ljár í þúfu, sem reynt
hafa að samræma þau orð öðm í kenningu Jesú og framkomu.
Nú er það að vísu alls ekki sjálfsagt, að slík samræming sé nauðsynleg. ,
Jesús var spámaður, en ekki heimspekingur, og í sjálfu sér er enginn
ástæða til að búast við, að ekki finnist nein orð eftir hann, sem rekast
hvor á önnur. En nú vill svo til, að hér þarf ekki svo að vera. Jesús segist
ekki vera kominn til að niðurbrjóta lögmálið og spámennina, heldur til
þess að uppfylla. Það em einmitt dæmi þess, sem ég hef rætt hér á undan,
er sýna, hvernig gömlu boðorðin fá í kenningu hans fyllra gildi, dýpkuð
að inntaki og víðtaki. Með því að dæma út frá hugarfarinu, gefur hann
hinum gömlu boðorðum nýja fyllingu. Þannig em þau sígild, en missa þó
það þvingandi vald, sem þau höfðu í gamla tímanum, því að þau em orðin
mannsins eiginleg eign, hluti af honum sjálfum. Fyrir þeim, sem hafa
eignast hið nýja gildismat guðsríkisins, er þannig lögmálið fallið úr gildi
sem ytra valdboð: „Tyftari til Krists” (Gal. 3,24, sbr. v. 23, 4,4n). Þeir
hafa í þess stað „lögmál lífsins anda” (Ró. 8,1) í eigin brjósti. Smástafirnir
og stafkrókarnir eru ekki lengur bindandi fyrir þá, því að fyrir þeim er
„allt komið fram”: þeir eru þegar í guðsríkinu, þeir em hinir fátæku í
anda, sem sæluboðanirnar hafa ræst á. Það er skilyrðið: Uns allt er komið
fram, sem þeim virðist sjást yfir, sem eiga örðugt með að samræma þessi
orð afstöðu Jesú til lögmálsins. En það ríður baggamuninn, og einnig þar
hefur Matteus hitt á að tjá rétt anda meistarans, þegar hann bætti þeim
orðum við (sbr. Lk. 16,17). Þeir, sem enn finna sig bundna af hinu ytra
lögmáli, og finna til þess sem þvingandi hafta, þeir geta ekki að skaðlausu
brotist undan því. Hver smástafur, sem fyrir þeim hefur gildi sem
opinbemn guðslegs vilja, er um leið bindandi fyrir þá. Þetta þýðir, að
137