Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 142

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 142
Bjöm Magnússon Kirn: Grundrisz d. theol. Ethik, bls. 18), en til glöggvunar á því, hvað það felur í sér, er heppilegt að athuga hvort í sínu lagi, og verður svo gert hér. Við þá athugun mun ég skoða siðgæði einstaklingsins frá þrem sjónarmiðum: sem dyggð og skyldu, og í því sambandi líta í skyndi yfir sögu kristilegra siðakenninga, og framkvæmd siðgæðishugsjónar Jesú, fyrst sem endurmat allra gilda, sem hún hlýtur að byggjast á, og síðan fullkomnun hennar í hinu frjálsa siðgæði guðsbarnsins. 1) Dyggð og skylda Jesús talar hvergi um dyggð eða dyggðir. Hugtakið dyggð er grískt að uppruna, og er komið inn í hina guðfræðilegu siðfræði úr hinni heimspekilegu hugsun fornaldarinnar. Jesús talar ekki heldur mikið um skyldur (Lk. 17,10). Hann tekur sem sjálfsögð hin fornu boðorð Móselögmáls, þar sem þau rekast ekki á tvöfalda kærleiksboðorðið, sem er hið úrskurðandi, eins og sýnt hefur verið hér að framan. En hann setur ekki upp neitt siðakerfi, engan lista yfir dyggðir og skyldur. En það líður ekki á löngu, uns fram kemur viðleitni í þá átt. Páll rökræðir að vísu af miklum skarpleik, hvernig þeir, sem tilheyra Kristi, séu lausir undan lögmálinu. En hann var sjálfur alinn upp undir hinu stranga lögmáli og hinni nákvæmu lögmálsfylgd Faríseanna, og getur ekki losað sig fyllilega undan áhrifum þess, jafnvel ekki þegar hann ræðir um frelsi guðsbarnanna (Ró. 8,lnn). í áminningum sínum til safnaðanna brýnir hann fyrir mönnum skyldur þeirra hvers gagnvart öðrum og gagnvart ríkisvaldinu, í hinum ýmsu stöðum þeirra í mannfélaginu og í ýmsum atvikum lífsins, eins og hann tekur til meðferðar ýmis vandamál safnaða og einstaklinga. Hann segir, að þrennt sé varanlegt: trú, von og kærleikur, en lofsyngur kærleikann öllu öðru fremur, og brýnir hann þráfaldlega fyrir lesendum sínum. Hér er kristilegur andi í gyðinglegum umbúðum. Hjá Páli sjáum vér þegar byrjun þess, sem síðar varð meir áberandi, að hin gyðinglega og gríska siðfræði hafi áhrif á hina kristnu siðakenningu, að hinn frjálsi spámannsandi var lokaður inni í kerfi lögmálsbundins siðalærdóms. Þar endurtókst að miklu leyti sú sama saga, sem hafði gerst um siðgæðiskröfur hinna miklu spámanna gyðingdómsins, að andinn var luktur inni í formi stirðnaðra kenninga, sem misstu að meira eða minna leyti tengsl sín við lífið sjálft. „Upphaflegi eldmóðurinn í fyllstu merkingu orðsins líður burt og brátt koma fram trúarbrögð, þar sem varðar mestu um lögmál og ytra fyrirkomulag” (Harnack: Krd. bls. 147). Sú hnignun varð að vísu ekki augljós á fyrstu áratugunum eftir dauða Jesú, meðan enn lifði nokkuð af þeim anda, sem bar uppi allar siðakröfur Jesú. Páll hafði t.d. ekki slíka persónu og svo mikla spámannsgáfu, að hann gat skorið úr örðugum vandamálum af myndugleik, án þess að úr því yrði smámunaleg lögmálsfesta. En þetta smábreyttist, og reyndar furðu fljótt. Það er tekið að vitna til orða Krists sem óhagganlegra og bókstaflegra boða, án þess að taka tillit til aðstæðna hvers tíma, og brátt 140
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.