Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Síða 142
Bjöm Magnússon
Kirn: Grundrisz d. theol. Ethik, bls. 18), en til glöggvunar á því, hvað
það felur í sér, er heppilegt að athuga hvort í sínu lagi, og verður svo
gert hér.
Við þá athugun mun ég skoða siðgæði einstaklingsins frá þrem
sjónarmiðum: sem dyggð og skyldu, og í því sambandi líta í skyndi yfir
sögu kristilegra siðakenninga, og framkvæmd siðgæðishugsjónar Jesú,
fyrst sem endurmat allra gilda, sem hún hlýtur að byggjast á, og síðan
fullkomnun hennar í hinu frjálsa siðgæði guðsbarnsins.
1) Dyggð og skylda
Jesús talar hvergi um dyggð eða dyggðir. Hugtakið dyggð er grískt að
uppruna, og er komið inn í hina guðfræðilegu siðfræði úr hinni
heimspekilegu hugsun fornaldarinnar. Jesús talar ekki heldur mikið um
skyldur (Lk. 17,10). Hann tekur sem sjálfsögð hin fornu boðorð
Móselögmáls, þar sem þau rekast ekki á tvöfalda kærleiksboðorðið, sem
er hið úrskurðandi, eins og sýnt hefur verið hér að framan. En hann setur
ekki upp neitt siðakerfi, engan lista yfir dyggðir og skyldur. En það líður
ekki á löngu, uns fram kemur viðleitni í þá átt. Páll rökræðir að vísu af
miklum skarpleik, hvernig þeir, sem tilheyra Kristi, séu lausir undan
lögmálinu. En hann var sjálfur alinn upp undir hinu stranga lögmáli og
hinni nákvæmu lögmálsfylgd Faríseanna, og getur ekki losað sig fyllilega
undan áhrifum þess, jafnvel ekki þegar hann ræðir um frelsi
guðsbarnanna (Ró. 8,lnn). í áminningum sínum til safnaðanna brýnir
hann fyrir mönnum skyldur þeirra hvers gagnvart öðrum og gagnvart
ríkisvaldinu, í hinum ýmsu stöðum þeirra í mannfélaginu og í ýmsum
atvikum lífsins, eins og hann tekur til meðferðar ýmis vandamál safnaða
og einstaklinga. Hann segir, að þrennt sé varanlegt: trú, von og kærleikur,
en lofsyngur kærleikann öllu öðru fremur, og brýnir hann þráfaldlega
fyrir lesendum sínum. Hér er kristilegur andi í gyðinglegum umbúðum.
Hjá Páli sjáum vér þegar byrjun þess, sem síðar varð meir áberandi, að
hin gyðinglega og gríska siðfræði hafi áhrif á hina kristnu siðakenningu,
að hinn frjálsi spámannsandi var lokaður inni í kerfi lögmálsbundins
siðalærdóms. Þar endurtókst að miklu leyti sú sama saga, sem hafði gerst
um siðgæðiskröfur hinna miklu spámanna gyðingdómsins, að andinn var
luktur inni í formi stirðnaðra kenninga, sem misstu að meira eða minna
leyti tengsl sín við lífið sjálft. „Upphaflegi eldmóðurinn í fyllstu
merkingu orðsins líður burt og brátt koma fram trúarbrögð, þar sem
varðar mestu um lögmál og ytra fyrirkomulag” (Harnack: Krd. bls. 147).
Sú hnignun varð að vísu ekki augljós á fyrstu áratugunum eftir dauða
Jesú, meðan enn lifði nokkuð af þeim anda, sem bar uppi allar siðakröfur
Jesú. Páll hafði t.d. ekki slíka persónu og svo mikla spámannsgáfu, að
hann gat skorið úr örðugum vandamálum af myndugleik, án þess að úr
því yrði smámunaleg lögmálsfesta. En þetta smábreyttist, og reyndar
furðu fljótt. Það er tekið að vitna til orða Krists sem óhagganlegra og
bókstaflegra boða, án þess að taka tillit til aðstæðna hvers tíma, og brátt
140